Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 19. júní 2006
Bretar!
Fann þetta á www.50connect.co.uk í morgun og fannst þetta helvíti skemmtilegur lestur!
Being English is about driving in a German car to an Irish pub for a Belgian beer, then travelling home, grabbing an Indian curry or a Turkish kebab on the way, to sit on Swedish furniture and watch American shows on a Japanese TV.
And the most English thing of all? Suspicion of anything foreign.
Oh and......
-Only in England... can a pizza get to your house faster than an ambulance.
-Only in England... do supermarkets make sick people walk all the way to the back of the shop to get their prescriptions while healthy people can buy cigarettes at the front.
-Only in England... do people order double cheeseburgers, large fries and a DIET coke.
-Only in England... do banks leave both doors open and chain the pens to the counters.
-Only in Englanddo we leave cars worth thousands of pounds on the drive and lock our junk and cheap lawn mower in the garage.
-Only in England... do we use answering machines to screen calls and then have call waiting so we won't miss a call from someone we didn't want to talk to in the first place.
-Only in England... are there disabled parking places in front of a skating rink.
NOT TO MENTION...
3 Brits die each year testing if a 9v battery works on their tongue.
142 Brits were injured in 1999 by not removing all pins from new shirts.
58 Brits are injured each year by using sharp knives instead of screwdrivers.
31 Brits have died since 1996 by watering their Christmas tree while the fairy lights were plugged in.
19 Brits have died in the last 3 years believing that Christmas decorations were chocolate.
British Hospitals reported 4 broken arms last year after cracker pulling accidents.
101 people since 1999 have had broken parts of plastic toys pulled out of the soles of their feet.
18 Brits had serious burns in 2000 trying on a new jumper with a lit cigarette in their mouth.
A massive 543 Brits were admitted to A&E in the last two years after opening bottles of beer with their teeth.
5 Brits were injured last year in accidents involving out of Control Scalextric cars.
and finally.........
In 2000 eight Brits cracked their skull whilst throwing up into the toilet.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. júní 2006
Áfram Ísland
Strax farin að hlakka til að horfa á HM í handbolta í haust - maður ætti kannski bara að skella sér á einn leik!
Annars lítið að frétta! Við fórum að djamma og dansa á föstudagskvöldið eins og við höfðum planað og það var alveg ferlega gaman, planið breyttist reyndar aðeins því að Bob hafði valið að fara á Hollenskan pöbb upp í west end - og hafði alveg gleymt því að Hollendingar voru að keppa í fótbolta um kvöldið og þeir unnu þann leik og pöbbinn var svo pakkaður að okkur leist nú ekkert á blikuna og ákváðum bara að skella okkur til Brixton (sem er aðeins í 10 mín keyrslu frá þar sem að við búum og já - það var þrusustuð og ég dansaði eins og brjálæðingur. Og nú verða bara rólegheit þangað til að við komum heim, þó svo reyndar að ég muni hitta Hildi þegar hún kemur...og já, ég ætla að reyna að vinna ekki yfir mig þangað til!
Vinna! jú jú, maður þarf að gera eitthvað svoleiðis....þannig að ég læt þetta duga í bili
knús og kossar
xxxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. júní 2006
Afmæli Bobs
Jæja
Takk fyrir afmæliskveðjuna til Bobs Andrea. Þetta var alveg hinn ágætasti dagur - ég gaf honum gjöfina um morguninn (hann var hálfsofandi) og hann er rosa ánægður með þetta - og við erum bæði orðin agalega spennt að koma á klakann.
En já, í tilefni afmælisins fórum við út að borða á ítalskan veitingastað í Brixton. Forrétturinn var agalega góður en ég var ekki mjög ánægð með aðalréttinn og síðan fórum við á pöbb og horfðum á Svíþjóð vinna Paraquy í HM - við vorum auðvitað voða ánægð með þau úrslit fyrir hönd granna okkar - þeir þurfa á einhverjum sigrum að halda, sérstaklega ef að við vinnum þá aftur í handboltanum! ha ha ha
En já, í kvöld ætlum við síðan að fara í Soho og síðan á klúbb einhverstaðar í miðborginni! Vona bara að það sé almennileg tónlist þar svo að ég geti dansað pínku - er ár og öld síðan ég fór að dansa...held hreinlega að ég hafi ekki farið að dansa síðan ég var heima um jólin og fór að venju á 22!
Og svo ætla ég að slappa af og horfa á landsleikinn í handbolta á netinu og slappa af ALLA helgina! Get ekki beðið!
En já, að lokum hér er ferðaplanið okkar (fyrir ykkur sem ekki fenguð e-mail frá mér! Sorry!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. júní 2006
Tár, sviti og alltof mikið af fótbolta!
Halló halló
Er einhver eins og ég þegar orðinn leiður á þessum endalausa fótbolta??? ó mæ, og þetta er rétt að byrja..... en kannski er ekki eins mikið af umtali og auglýsingum heima á Íslandi eins og hér úti! En jæja, ég er nú samt að reyna að vera með í umræðunni og reyni að fylgjast aðeins með þessu (og svei mér þá, ég horfi frekar á fótbolta en á Big Brother!) og tók þátt í smá leik hérna í vinnunni þar sem að við drógum land hvert og síðan fær sá sem vinnur ca 3000 kall. En já, ég dró Frakkland...þannig að nú skulum við vona að frakkar rústi svisslendingum í dag!
Annars það helst að frétta að það hefur verið virkilega heitt - og ég og Bob erum soddan heimskautafólk að við höfum verið kvartandi og kveinandi seinustu daga og alveg ferleg í skapinu...
Og svo var ég auðvitað að hafa áhyggjur af því hvað ég ætti að gefa Bob í þrítugs afmælisgjöf - en hann á afmæli fimmtánda júní og já - þetta hefur verið alger hausverkur. Planið var alltaf að gefa honum eitthvað úr skotapilsbúningnum...en mín á barasta engan pening þessa dagana og verð að setja eitthvað til hliðar fyrir íslandsferðina þannig að ég var í algerum vandræðum!
En já, síðan datt mér í hug að bjóða honum í útsýnisflug og í flúðasiglingu þegar við erum á íslandi og þarf ég því ekki að borga fyrir það fyrr en við erum á landinu! Og er búin að bóka okkur í það og ætla að láta hann sumsé vita núna á fimmtudaginn (þannig að það er stranglega bannað að nefna þetta við hann þangað til!)
Og svo langar mig auðvitað að bjóða honum út að borða á afmælisdeginum hans - planið var að fara á steikhúsið þar sem að við fórum á okkar fyrsta deit.... en ég veit ekki alveg enn hvort að við förum þangað eður ei...kemur í ljós.
Og svo er ekki alveg búið að ákveða hvernig eigi að halda upp á daginn með hans vinum! Það er barasta svo erfitt að plana eitthvað í þessum drulluhita! blah!
Ferðaplanið okkar er svo á leiðinni.... ég veit að þið bíðið spennt :)
xxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. júní 2006
Dagur djöfulsins?
Jæja, þá er sumarið loksins komið - mín mætti í pilsi í vinnuna í dag - er samt ekkert vel við að sýna mina hvítu leggi! Er mikið búin að spá í að fjárfesta í þessu brúnkukremum...en kem mér einhvernveginn aldrei í það!
Annars eyddi ég morgninum í að flytja skrifborðið mitt og allt mitt dót - náði nú samt að henda slatta af gömlum og úrleltum bæklingum og henti heilum ruslapoka af allskonar dóti - ótrúlegt hvað maður nær að sanka að sér! En já, þegar það var búið þá fór ég að hafa áhyggjur af kúnnunum mínum sem eru að gifta sig í dag - á degi djöfulsins (eins og einn úr vinnunni kallaði daginn!) af öllum dögum.... er það nema furða að allt hafi gengið á afturfótunum með þetta blessaða fólk!
er farin heim að hlusta á IRON MADEN! í tilefni dagsins :) ha ha ha
xx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 2. júní 2006
Nýju myndirnar
verðið að fara á albúmin mín itl að sjá nýjustu myndirnar sem að ég hef sett inn á - að einvherjum ástæðum þá er það ekki á myndalistanum hér til hliðar!
hmmmm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. júní 2006
nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. júní 2006
Hvar er sumarið?
Jæja, ætti nú ekki að vera að kvarta - fyrir ári síðan í lok Maí, þá höfðum við fengið tvær hitabylgjur - og í raun finnst mér miklu betra að það sé kalt af því að það er þá hægt að klæða kuldan af sér. Það ógeðslegasta sem ég veit er að sitja og svitna!!! Jamm, það getur orðið það heitt hérna í London - sérstaklega á skrifstofunni minni.
Það segir margt að við höfum ekki enn farið á háaloftið í vinnunni og náð í kælikútana (sem eru NOTA BENE háværir og kæla ekki það mikið!). Er Global Warming og þar með veðurbreytingar hér á ferð? ég held það - búin að horfa á nokkra þætti á BBC um þetta efni - og já, ég varð þunglynd að horfa á þetta - við mannsskepnurnar erum á hraðri leið til helvítis!
ha ha ha - en á léttari nótunum - síminn er að hringja! Og það er ANDREA
elska ANdreu - takk fyrir að bjarga mér frá þessum leiðinda pælingum!
sí jú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. maí 2006
Enn helgi!
Jæja, er búin að setja nokkrar myndir inn! It just takes ages!!! En það er örugglega bara til að byrja með.... ætla næst að reyna að setja jólamyndirnar inn!
Við fórum í bíó í gær og sáum "The Davinci Code" - æ æ æ æ, hefði nú átt að sleppa því! Hún var akkúrat jafn léleg og sagt var! Ef að þið hafið lesið bókina - EKKI fara á myndina - waste of money! Hefðum átt að fara á Brick! En já, mikil vonbrigð þar! Ég bjóst ekki við miklu - það er alltaf víst að myndir gerðar eftir góðum bókum geta ekki verið jafn góðar og bækurnar... en já, þetta var heldur mikið frat!
Síðan komum við heim og Bob bjó til pizzur og ég las bók og við láum í leti! Og í morgun sváfum við bæði út til hádegis - hef ekki gert það í margar vikur - og ég stefni á að fara út að skokka á eftir!
Meðan ég hef verið að stússast í tölvunni er Bob að horfa á Big Brother! Æ já, þetta er SVOOOOO leiðinlegt, samt skárra að hafa þetta í bakgrunninunm en formúluna sem er bara hávaðavaldur frá helvíti! En já BB! Skil ekki þessa áráttu sem fólk hefur að vilja fylgjast með einhverju heimsku fólki í einhverju húsi sem hefur akkúrat ENGA hæfileika og akkúrat EKKERT að segja.... BORING!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27. maí 2006
helgi helgi helgi
Sjaldan hef ég verið jafn fegin að fá helgarfrí! Það var alger hryllingur í vinnunni þessa viku það var svo mikið að gera. En nú er komin löng helgi (frí á mánudag) og svo á ég von á Svövu og Áróru, brúnar væntanlegar og sætar að vanda, frá Ríó á Þriðjudag og ég mun aðeins vinna hálfan dag á þriðjudag. Þær fara síðan heim á miðvikudagskvöld.
Annars er nú svosem ekki mikið að frétta - ég er enn að læra á þetta blogg - á að geta sett in skoðanakönnun og svona en það er ekki alveg að virka! Ætla að reyna að setja inn fullt af myndum og skpta þeim síðan út reglulega.
Og ekkert planað hjá okkur hjúunum þessa helgi - reynum kannski að fara í bíó í kvöld. Bob dró mig seinast í bíó á eina leiðinlegustu mynd sem að ég hef séð lengi og það minnti mig á þegar ég sá Interview with a Vampire hérna í den með Andreu, Írisi og Unnsteini - við vorum að drepast úr leiðindum og sáum eftir því að hafa ekki tekið prjónana með okkur! En já, þessi var álíka leiðinleg - Slither var myndin - veit ekki hvað hún kallast á íslensku - en já BORING! Þoli ekki zombies og svoleiðis...en Bob fær eitthvað kikk út úr því að sjá svona myndir og er emjandi og hoppandi í sætinu - en ég aftur á móti læt mér bara leiðast! Þannig að já, núna má ég ráða hvaða mynd við sjáum. Langar pínku að sjá Da Vinci Code - mér fannst bókin geggjuð - en hún hefur fengið afar misjafnar móttökur þannig að kannski að maður bíði í nokkur ár þangað til að hún er sýnd í sjónvarpi! Annars veit ég nú ekki hvað annað er í bíó.....en mikið er víst að ég læt ekki plata mig á enn eina zombie myndina!
En jæja gott fólk, læt þetta gott heita í bili....endilega skrifið í Gestabókina - Vigga sló ykkur öllum við og var fyrst!
xxx Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar