helgi helgi helgi

Sjaldan hef ég verið jafn fegin að fá helgarfrí! Það var alger hryllingur í vinnunni þessa viku það var svo mikið að gera. En nú er komin löng helgi (frí á mánudag) og svo á ég von á Svövu og Áróru, brúnar væntanlegar og sætar að vanda, frá Ríó á Þriðjudag og ég mun aðeins vinna hálfan dag á þriðjudag. Þær fara síðan heim á miðvikudagskvöld.

 Annars er nú svosem ekki mikið að frétta - ég er enn að læra á þetta blogg - á að geta sett in skoðanakönnun og svona en það er ekki alveg að virka! Ætla að reyna að setja inn fullt af myndum og skpta þeim síðan út reglulega.

 Og ekkert planað hjá okkur hjúunum þessa helgi - reynum kannski að fara í bíó í kvöld. Bob dró mig seinast í bíó á eina leiðinlegustu mynd sem að ég hef séð lengi og það minnti mig á þegar ég sá Interview with a Vampire hérna í den með Andreu, Írisi og Unnsteini - við vorum að drepast úr leiðindum og sáum eftir því að hafa ekki tekið prjónana með okkur! En já, þessi var álíka leiðinleg - Slither var myndin - veit ekki hvað hún kallast á íslensku - en já BORING! Þoli ekki zombies og svoleiðis...en Bob fær eitthvað kikk út úr því að sjá svona myndir og er emjandi og hoppandi í sætinu - en ég aftur á móti læt mér bara leiðast! Þannig að já, núna má ég ráða hvaða mynd við sjáum. Langar pínku að sjá Da Vinci Code - mér fannst bókin geggjuð - en hún hefur fengið afar misjafnar móttökur þannig að kannski að maður bíði í nokkur ár þangað til að hún er sýnd í sjónvarpi!  Annars veit ég nú ekki hvað annað er í bíó.....en mikið er víst að ég læt ekki plata mig á enn eina zombie myndina!

 En jæja gott fólk, læt þetta gott heita í bili....endilega skrifið í Gestabókina - Vigga sló ykkur öllum við og var fyrst!

 xxx Sigga

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehhe, já var búin að gleyma þessu, hehe, oj, hún var og er svo leiðinleg!!!!!!!!!!
Kv. Íris

Íris vinkona (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband