Dagur djöfulsins?

Jæja, þá er sumarið loksins komið - mín mætti í pilsi í vinnuna í dag - er samt ekkert vel við að sýna mina hvítu leggi! Er mikið búin að spá í að fjárfesta í þessu brúnkukremum...en kem mér einhvernveginn aldrei í það!

 

Annars eyddi ég morgninum í að flytja skrifborðið mitt og allt mitt dót - náði nú samt að henda slatta af gömlum og úrleltum bæklingum og henti heilum ruslapoka af allskonar dóti - ótrúlegt hvað maður nær að sanka að sér! En já, þegar það var búið þá fór ég að hafa áhyggjur af kúnnunum mínum sem eru að gifta sig í dag - á degi djöfulsins (eins og einn úr vinnunni kallaði daginn!) af öllum dögum.... er það nema furða að allt hafi gengið á afturfótunum með þetta blessaða fólk!

er farin heim að hlusta á IRON MADEN! í tilefni dagsins :) ha ha ha

xx

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hm, gekk einhverjum illa að komast í það heilaga??

Íris Hjaltested (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 17:41

2 identicon

Já hvað gekk svona illa hjá þessum greyjum?

Harpa Braga (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 17:55

3 identicon

í Kína boðar það víst gæfu að gifta sig á þessum degi :) En ég fylltist aðdáun Sigga þegar ég sá að þú tengdir Iron Maiden við þennan dag. Boðskapur minn hefur greinilega náð til einhverra ;)

Andrea (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 12:53

4 identicon

ha ha...ég held að þau hafi nú náð að gifta sig á endanum...en hvað get ég sagt...þau eru írsk, vegan, óskipulögð (borða engar afurðir sem koma frá dýrum eins og mjólk og egg!) og agalega heimsk, og þess vegna gékk allt á afturfótunum.
En já, ég hef verið með Iron Maden á heilanum síðan í gær...run for to the hills (trommur)...run for your life.... gott lag!

sigga (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 16:39

5 identicon

Var ekki talað um að það ætti að vera heimsendir þennan dag? Var eitthvað búin að heyra um að Nostradamus hefð spá því. Jæja allavega enginn heimsendir þennan daginn :) bla bla bla hætti þessu bulli. Over and out

vigga (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband