Tár, sviti og alltof mikið af fótbolta!

Halló halló

Er einhver eins og ég þegar orðinn leiður á þessum endalausa fótbolta??? ó mæ, og þetta er rétt að byrja..... en kannski er ekki eins mikið af umtali og auglýsingum heima á Íslandi eins og hér úti! En jæja, ég er nú samt að reyna að vera með í umræðunni og reyni að fylgjast aðeins með þessu (og svei mér þá, ég horfi frekar á fótbolta en á Big Brother!) og tók þátt í smá leik hérna í vinnunni þar sem að við drógum land hvert og síðan fær sá sem vinnur ca 3000 kall. En já, ég dró Frakkland...þannig að nú skulum við vona að frakkar rústi svisslendingum í dag!

Annars það helst að frétta að það hefur verið virkilega heitt - og ég og Bob erum soddan heimskautafólk að við höfum verið kvartandi og kveinandi seinustu daga og alveg ferleg í skapinu...

Og svo var ég auðvitað að hafa áhyggjur af því hvað ég ætti að gefa Bob í þrítugs afmælisgjöf - en hann á afmæli fimmtánda júní og já - þetta hefur verið alger hausverkur. Planið var alltaf að gefa honum eitthvað úr skotapilsbúningnum...en mín á barasta engan pening þessa dagana og verð að setja eitthvað til hliðar fyrir íslandsferðina þannig að ég var í algerum vandræðum!

En já, síðan datt mér í hug að bjóða honum í útsýnisflug og í flúðasiglingu þegar við erum á íslandi og þarf ég því ekki að borga fyrir það fyrr en við erum á landinu! Og er búin að bóka okkur í það og ætla að láta hann sumsé vita núna á fimmtudaginn (þannig að það er stranglega bannað að nefna þetta við hann þangað til!)

Og svo langar mig auðvitað að bjóða honum út að borða á afmælisdeginum hans - planið var að fara á steikhúsið þar sem að við fórum á okkar fyrsta deit.... en ég veit ekki alveg enn hvort að við förum þangað eður ei...kemur í ljós.

Og svo er ekki alveg búið að ákveða hvernig eigi að halda upp á daginn með hans vinum! Það er barasta svo erfitt að plana eitthvað í þessum drulluhita! blah!

Ferðaplanið okkar er svo á leiðinni.... ég veit að þið bíðið spennt :)

xxx

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég þekki Bob rétt finnst honum alveg nóg að fá bara bros og knús frá henni Siggu sinni í afmælisgjöf!! :) En hann fær sko engan pakka frá mér fyrr en þið komið hingað... xxx

andrea (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 00:03

2 identicon

Vona að ég geti hitt ykkur þegar þið komið á klakann :)
Kv. Íris

Íris Hjalt (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 19:26

3 identicon

Iss, eg er sammala Andreu um gjafirnar. Mer finnst reyndar fludasigling og utsynisflug sjuklega flottar gjafir...matt alveg gefa mer svona naest tegar eg a afmaeli ha ha!
Verdur annars voda gaman a morgun tegar tad verdur haldid upp a afmaeli kappans, gaeti imyndad mer ad ur tessu ollu saman eigi eftir ad verda agaetis fylleri...eda er eg kannski bara ad imynda mer?

Lilja (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband