Föstudagur, 16. júní 2006
Afmæli Bobs
Jæja
Takk fyrir afmæliskveðjuna til Bobs Andrea. Þetta var alveg hinn ágætasti dagur - ég gaf honum gjöfina um morguninn (hann var hálfsofandi) og hann er rosa ánægður með þetta - og við erum bæði orðin agalega spennt að koma á klakann.
En já, í tilefni afmælisins fórum við út að borða á ítalskan veitingastað í Brixton. Forrétturinn var agalega góður en ég var ekki mjög ánægð með aðalréttinn og síðan fórum við á pöbb og horfðum á Svíþjóð vinna Paraquy í HM - við vorum auðvitað voða ánægð með þau úrslit fyrir hönd granna okkar - þeir þurfa á einhverjum sigrum að halda, sérstaklega ef að við vinnum þá aftur í handboltanum! ha ha ha
En já, í kvöld ætlum við síðan að fara í Soho og síðan á klúbb einhverstaðar í miðborginni! Vona bara að það sé almennileg tónlist þar svo að ég geti dansað pínku - er ár og öld síðan ég fór að dansa...held hreinlega að ég hafi ekki farið að dansa síðan ég var heima um jólin og fór að venju á 22!
Og svo ætla ég að slappa af og horfa á landsleikinn í handbolta á netinu og slappa af ALLA helgina! Get ekki beðið!
En já, að lokum hér er ferðaplanið okkar (fyrir ykkur sem ekki fenguð e-mail frá mér! Sorry!)
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég ætlaði auðvitað að hringja í kappann, en mundi of seint eftir þessu (sorry!) Hlakka til að sjá ykkur!
OG ÁFRAM ÍSLAND!!!!
Andrea (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 16:50
Til hamingju með afmælið Bob og til hamingju með karlinn þinn Sigga. Þótt seint sé ;)
En já mikið yrði nú rosalega gaman að geta hitt ykkur, ég myndi sko vilja það:)
Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.