Þriðjudagur, 18. júlí 2006
Nýtt hitamet?
Þeir eru að spá því hérna megin að það geti verið að á morgun verði slegið nýtt hitamet. Mesti hiti sem mælst hefur hérna er 38.5 og hún Andrea mín ætti að muna eftir því helvíti því að hún var auðvitað svo heppin að vera hér þega sú hitabylgja reið yfir í Ágúst 2003 (er það ekki annars...eða var það önnur hitabylgja?) En já, þeir halda að hitinn gæti farið upp í 39 stig! púff púff púff... Þetta er algert ógeð!
En góðu fréttirnar eru þær að stjórnendurnir í fyrirtækinu hafa ákveðið að gefa meirihluta af starfsfólki frí á morgun vegna hitabylgjunnar því að það er bara ein skrifstofa af 3 sem er með almennilega loftkælingu...þannig að ég fæ frí á morgun og við ætlum að skella okkur í Balham en þar er víst risastór útisundlaug. Skólafríin eru ekki byrjuð þannig að vonandi verður ekki of troðið þarna á morgun! Og ég þarf víst að kaupa mér sólarvörn...´
Ég hef annars bara verið að jafna mig eftir fríið og svona hægt og sígandi verið að koma mér í vinnustuð! Var alveg EINSTAKLEGA erfitt að byrja vinna núna....
jors trúlí Sigga sveitta
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.