Mánudagur, 4. júní 2007
Setið að sötri
nei nei...ekki ég! Ætlaði að fara snemma að sofa í dag en tvenn pör hafa hreiðrað um sig í sófanum (sem ég færði úr horninu og setti fyrir framan barinn svo hann væri meira áberandi og þar af leiðandi myndi kannski selja soldið meira - og það virkar!) og já, þau sitja þar og sötra rauðvínið og babla með sínu nefi (sem er held ég hollenska!) og hafa það gott...held nú ekki að þau fari í neitt sterkara en rauðvínið - við sjáum til! Það er nú svona - ég fer seinust að sofa og vakna oft fyrst! stuð stuð stuð
En já, fyrir ykkur sem ekki vita, þá er Bob sumsé búinn að fá vinnu við Löndun. Negravinna lýsti hann Ástmundur (úr skógaskóla!) starfinu - og ég er ekki frá því að Bob sé sammála. Fyrsti dagurinn sumsé í dag og ég heyrði í honum um hádegið og þá var hann orðinn aumur. Hélt þetta samt út í 12 tíma, hjólaði sumsé í og úr vinnu (reyndar bara í mjóddina í bakaleiðinni, treysti sér ekki í brekkuna ægilegu á þessu hjóli og tók strætó þaðan!) og þegar ég heyrði í honum um 8 leytið var hann að grilla sér pylsur og ætlaði í langt of slakandi bað! Alveg búinn á því þetta grey! Ég er nú ljóta kærastan að láta hann ganga í gegnum þetta allt saman einan! er með ferlegt samviskubit og sakna hans alveg hrylliega - var næstum betra þegar hann var úti - verra að vita af honum í 1x klst fjarlægð og ekki geta hitt hann er frekar ferlegt - fyrir utan það að ég er svo hrædd um að honum leiðist og verði með einhverja heimþrá - það getur nú hent alla!
En já - þetta er mikil líkamlegt erfiði og þó hann sé nú í ágætisformi, þá er þetta viðbrigði auðvitað og hann þarf að aðlagast þessu sem og öðru. Litla dúllan mín ...
En jæja - nóg komið í bili....
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe, láttu ekki svona. Þetta er nú fullorðinn maður með bein í nefinu, ehaggi? ;)
Sjálf ert þú í þrælavinnu. En skil hvað þú ert að meina.
Hafðu það nú gott þarna úti á landi.
Íris, 5.6.2007 kl. 00:04
ég segi það.. skoskur rúgby leikmaður! Víkingur með meiru!! Hann fer létt með þetta. En skil söknuðinn... sumarið verður fljótt að líða og þið verðið sameinuð á ný fyrr en varir ;)
andrea marta vigfúsdóttir, 5.6.2007 kl. 10:23
Litla Dúllan Bob hahaha, nei, bara að grínast, auðvitað er hann dúlla, bara kanski ekki svo lítil dúlla. Til hamingju með að vera búin að fá hann upp á skerið, ég vona að þetta gangi vel hjá ykkur báðum, þó að það hljóti að vera erfitt að hafa hann svona rétt hjá, en samt svo langt í burtu.
Ástarkveðja, The Family Farley
Anna Heiða (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:19
já já - hann er víkingurinn eini - en ég var að hugsa um þegar ég flutti til London: ég kunni tungumálið, það var búið að finna húsnæði handa mér og ég þurfti bara að byrja að vinna og drekka fullt af ódýrum bjór og ódýru rauðvíni.... en þetta kemur allt saman - var að reyna að hringja í greyið - enn ekki kominn heim og byrjaði að vinna kl 7 í morgun! algjör hetja!
Sigga, 5.6.2007 kl. 22:18
Þegar ég byrjaði að lesa bloggið þitt þá datt mér strax í hug bókin Ég get séð um mig sjálf.. manstu he he já þú ert sko ofsalega dugleg, hugmynda rík og snjöll.
En hérna hvenær ferð þú næst í frí?
Frábært að Bob sé komin með vinnu og já var einmitt að hugsa ætli sé ekki í raun erfiðara að vera með hann svona rétt hjá en geta samt ekki hitt á hann. Hvernig væri nú að ráða hann í vinnu?
Hafðu það gott mín kæra og bið að heilsa Bob.
Vigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 23:56
Úff já auðvitað er þetta erfitt fyrir ykkur bæði tvö, en maður verður stundum að leggja á sig þó það sé alls ekki auðvelt. Núna bara vona ég að elskan þín nái tungumálinu fljótlega svo hann nái að aðlagast aðeins betur.
Annars bið ég voða vel að heilsa honum, segðu honum að þegar ég kem heim þá mun ég kíkja í heimsókn í nýju fínu íbúðina ykkar.
Kossar elskan mín!
ps. og ekki vera að gera lítið úr aðlögun þinni til UK, þó það sé ódýrt áfengi á boðstólum þá er það nú samt aðlögun að svolítið ólíkri menningu sem hefst með tíma og þolinmæði.
Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.