Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
Grill Brill
Fór í þessa fínu grillveislu á Laugardag heima hjá Andreu samstarfskonu minni. Þetta var svona unofficial kveðju partí Lilju sem ætlar að stinga mig af og skilja mig aleina og grátandi eftir hérna í sveittustu borg heims.
Nei, London er ekki svo sveitt... bara stundum! En já Lilja er að fara að flytja til Spánar til að læra innanhússarkítektúr.... rosa spennandi og ég er voða ánægð fyrir hennar hönd þó svo að ég eigi eftir að sakna hennar obsó mikið!
En já, það var mikið borðað, drukkið og dansað hjá henni Andreu og var mín svona pínku súr daginn eftir og með hálsríg frá helvíti. Maður dansar orðið svo sjaldan að maður er kominn úr æfingu sko!
Veðrið er barasta þolanlegt þessa dagana - var pínku heitt og "muggy" á Sunnudag (þegar mín soooooooooldið þunn!) en annars já barasta fínt - svona mellow 22-27 stiga hiti....
K&K
Sigga
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ takk fyrir síðast. Verða að fara bæta bloggið mitt það fer að koma að því, en hey ég var að lesa bloggið líka hjá Andreu og þar sagðist þú ætla að blogga þig inn á netið til að horfa á Magna í kvöld uhmm hvernig gerir þú það ég hef reynt inn á msn en get ekki séð neitt bara hlustað ert þú með einhverja betri leið?? :) Já og það var óvænt ánægja að bara rölta með ykkur Bob á café og fá sér einn öllara yndælt alveg bið að heilsa
Harpa (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.