Þriðjudagur, 23. október 2007
Bloggleti
er agalega löt við að blogga þessa dagana... nei annars - er löt þessa dagana! Svei mér þá, manni verður ekkert úr verki þegar maður er "heimavinnandi húskona" (get ekki sagt móðir þar sem að ég á engin börn!!!) - ferlegt hreint! Er hreinlega farin að hlakka til að demba mér út í 200% vinnu aftur! ég veit, stórskrýtin!
en já, Helgin var fín. Ég og Ása fengum okkur í staup til að halda upp á það að hún sé loksins búin að finna íbúð - ástand á þessum leigumarkaði sko..segi ekki meir, annars gæti maður röflað um það í marga daga! En já við gerðum nú lítið - kíktum aðeins á hálendinginn og fórum síðan heim að sofa uppúr miðnætti!
Síðan passaði ég dúllurnar hennar Lindu á laugardagskvöldið - písofkeik - þær eru svo rólegar, eins og mamman :) Síðan var Bob það heppinn að hitta meðlimi úr the magic numbers á pöbbnum og náði auðvitað að heilla þá upp úr skónum og við vorum því sett á gestalista á tónleikunum á Nasa á sunnudagskvöldið - og við gátum auðvitað ekki sleppt því að fara. Fín hljómsveit, geggjaður söngur og áður en við fórum á tónleikana borðuðum við á Red Chilli - fínn og ódýr matur - fer þangað pottþétt aftur!
júllhú - ætla að hrista af mér slenið og reyna að gera eitthvað af viti hérna....
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér heyrist nú bara vera brjálad ad gera hjá thér :) Thetta kallast nú ekki leti! :) En njóttu thess samt ad liggja eitthvad í alvöru leti!!! x
andrea marta vigfúsdóttir, 23.10.2007 kl. 14:52
Segi sama og Andrea sko :) Gaman að komast á tónleika tala nú ekki um þegar ekki þarf að borga fyrir þá
Íris, 23.10.2007 kl. 16:25
Humm heyrist nú að þú hafir nóg fyrir stafni.
En hérna hvenær varð hún Linda róleg???
Frábært að komast á tónleikana.
Knús á ykkur
Vigdís Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 01:58
Takk fyrir gærkvöldið sæta mín. Mundu að hringja í mig ef þig langar að breyta íbúðinni eitthvað, já eða bara til að hittast og spjalla.
Hafðu það voða gott um helgina!
Love ya!
Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:40
Kvitt ég er bæði löt, og bloggleti eigum við sameiginlegt
Harpa Bragadóttir, 27.10.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.