Slátur

Fór austur um helgina með Jones til að hjálpa múttu að taka slátur - svei mér þá, það er ekkert smá langt síðan ég tók þátt í sláturgerð. Ég var nú svolítið lengi að komast upp á lagið með að sauma fyrir og var gert mikið grín af mér fyrir hægaganginn! Þetta tók svo enga stund - ekki heila helgi eins og í minningunni - enda tekur mamma ekki nærri því mikið núna og áður fyrr!

keyrði síðan í bæinn á sunnudag - og vegna veðurs og hálku (og mín enn á sumardekkjum) þá sá ég fram á að ég yrði marga tíma að keyra í bæinn og ákvað ég því að stoppa ekkert hjá þér Vigga mín í þetta sinn (Sorrí!) en þetta gékk nú allt vel og það var rennifæri frá Selfossi og í bæinn og nagladekkin fara undir á morgun!

kveðja úr snjónum í holtinu... x

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Sláturgerðarkonan Sigríður!

Ég á eftir að gera þetta þú kemur þá kannski og hjálpar mér

Íris, 29.10.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Sigga

með ánægju mín kæra  - láttu mig bara vita xxx

Sigga, 29.10.2007 kl. 22:46

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Mig langar í slátur!!! En ekki hálku..

andrea marta vigfúsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:59

4 identicon

Sigga mín þó þú eða hver sem er fari austur er sko ekki skyldu stopp hjá mér.  Mér finnst hins vegar ofsalega gaman og þykir voðalega vænt um þegar þið kíkið. 

Sláturgerð er sko ekki í uppáhaldi hjá mér enda finnst mér slátur ekki neitt rosalega gott.  Hjálpa bara múttunni minni þegar hún tekur slátur en finnst þetta óskup subblegt.  Segir sveitastelpan hehe.

Knús á ykkur

Vigga (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband