Miðvikudagur, 20. september 2006
Sigga á ferð og flugi!
Las einhver Siggu bækurnar hér í gamla daga? Nei líklegast ekki, en af augljóslegum ástæðum þá voru þær í uppáhaldi hjá mér. En ég efast um að ég gæti lesið þær í dag - jæja þó, aldrei að vita! Ég las slatta af bókum ....argh nú er alveg dottið úr mér hvað höfundurinn heitir...hún skrifaði "Dægurlagasöngkona dregur sig í hlé" og "Kaupakona óskast í sveit, má hafa með sér barn" (því lengri sem titillinn er, því meira drama!) en já, ég hef lesið Dægurlagasöngkonuna nokkrum sinnum seinustu árin og hef mikið gaman af! Sveitarómans dauðans! (ef að þið munið hvað höfundurinn heitir, endilega látið mig vita.....)
en já, ástæðan fyrir titlinum hér að ofan er nú sú að ég verð hreinlega á ferð og flugi næstu mánuði. Er sumsé að fara til Glasgow í brúðkaup 29 sept og svo er ég að fara í ísbjarnar(blúsar)ferð til Canada 19 Oct! That should be fun!
Mín þreytt í dag - Shane og Debbi (bæði frá nýja-sjálandi) drógu mig á tónleika í gær með hljómsveitinni Golden Horse (I know, the name reminds you of a pub!) www.goldenhorse.nz og það var bara brill. Upphitunarhljómsveitirnar voru líkar alveg ágætar þannig að þetta var fín tilbreyting frá CSI!
en jæja, fylgist með, á næstunni ætla ég að tjá mig um klósett mál....
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las líka Siggu bækurnar í gamla daga, og Möttu Maju, og allan þann pakka. Höfundurinn sem þú ert að leita að heitir Snjólaug Bragadóttir, og ef þú ert á þeirri línunni, þá mæli ég með móður hennar sem skrifaði ástarsögur dauðans á sínum tíma, hún heitir að mig minnir Guðbjörg Sigurðardóttir. Klósettbókmenntir á heimsmælikvarða.
Sigríður Jósefsdóttir, 20.9.2006 kl. 14:12
He he nei man ekki eftir að hafa lesið þær en ég á bók sem heitir Vigga og vinir hennar. Man nú ekkert úr henni en mjög líklega ekki um mig, enda væri nú lítið til frásagnar um mig þar sem ég hef verið svo ÓTRÚLEGA GÓÐ síðan ég leit dagsins ljós ;) en á hinboginn væri nú efni í heila brandara bók um vini mín. hí hí híhí :þ
Btw þá er Snjólaug Braga alveg helvíti góð og les ég einmitt af og til Dægurlagasöngkonuna.
Já það verður án efa rosalega gaman hjá þér á ferðalaginu.
luv ja
Vigga (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 23:47
já.. ég hef greinilega misst af mikilvægum þætti bókmenntasögunnar! Ég las samt Millý Mollý Mandý bækur þegar ég var lítil! Man einhver eftir þeim?! Og má ég koma með þér til Kanada!? :D
andrea marta vigfúsdóttir, 21.9.2006 kl. 10:28
Las ekki Siggu bækurnar, ekki til Hörpu bækur svo ég viti til en las Kötubækurnar og Nancy og að sjálfsögðu fimm-og ævintýrabækurnar svo var það ísfólkið og já já las mikið þegar ég var ung gæti talið upp endalaust en hef varla lesið síðan krakkarnir fæddust nema Arnald. Ætla að eiga bókaherbergi með arinn og ótrúlega þægilegum sófa og teppi þegar ég er orðin amma og lesa allar hinar bækurnar. ;)
Harpa Bragadóttir, 21.9.2006 kl. 10:50
Hm, Siggu bækur? ertu að palta? Las ævintýrabækurnar, fræknu bækurnar, ásasögurnar (pabba til mikillar bölvunar). Og Harpa Raja, ég fékk 20 bækur lánaðar hjá þér..........fékk nóg eftir nokkrar, þetta var of langt frá raunveruleikanum. Hef lesið eintómar sakamála bækur seinustu árin. Svartur á leik er algjört brill. En nú eru það víst bara námsbækurnar :´(
Íris, 21.9.2006 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.