Helgin!

Fór í bíó með Bob á föstudagskvöldið og við sáum Children of Men...hún var alveg ágæt, very bleak picture of the future!

Á Laugardag fór Bob að spila rugby og ég skellti mér í Sutton og hitti Debbi og Shane og náði að finna agalega sætan bol fyrir giftinguna næstu helgi - þannig að ég er held ég í ok málum!

Í gær var Bob þunnur eftir Rugby dæmið (hann skoraði "try" og var því hellt í hann að tilefni þess!). það var geggjað veður, sól og sumar þannig að ég fór í göngutúr yfir í Herne Hill og fékk mér kaffi latte og tjillaði og las bók. ég var einmitt að lesa hjá Andreu að sumarið á Íslandi væri formlega búið þannig að ég verð að segja að lengra sumar er án efa einn af plúsunum að búa í London (einn af fáum!). Við slökktum á hitanum í Maí og höfum enn ekki þurft að setja hitann á! Það er fínt fyrir reikningana!!!

róleg helgi sumsé, er að spara kraftana fyrir þá næstu sko!

jors trúlí, x


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

:) já.. reyndar komu smá sumarleifar núna um helgina.. gat farið í labbitúr á peysunni og þurfti að nota sólgleraugu! Núna er líka gott veður, og ég held ég geti svei mér þá hengt út þvott. heyri í þér bráðlega mín kæra! :)

andrea marta vigfúsdóttir, 25.9.2006 kl. 12:11

2 Smámynd: Harpa Bragadóttir

Já það er næs að geta farið út á peysunni/bolnum setið ÚTI á kaffihúsi og notið blíðunar, ég get notið þess núna þegar ég þarf ekki að elta krakkana, þarf samt að finna bókabúð með enskar bækur ;)

Harpa Bragadóttir, 25.9.2006 kl. 16:00

3 Smámynd: Íris

Hm, kalt hjá Andreu....hehe, fínt hér í höfuðborginni. Var í sveitinni um helgina og sat úti á náttfötunum og sötraði kaffi. Og Sigga gaman að heyra frá þér!!!!!!!!!

Íris, 25.9.2006 kl. 21:24

4 identicon

Sorry er ekki alveg að ná þessum rugbyleik hvað þýðir að skora try mark?
Ég er bara inní fótbolta, körfub. og þessháttar. Er meir að segja að reina mana mig í að byrja aftur í borðtennis ef skrokkurinn og spikið þolir það.

vigga (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 23:54

5 Smámynd: Sigga

von að þú spyrjir Vigga mín. Þeir kalla markið ekki mark "Goal" heldur "try"! Guð má vita hversvegna! "Try" er sumsé þegar einstaklingur nær að hlaupa með boltann yfir TRY línu andstæðingana og fá þeir 5 stig fyrir að gera það. Síðan, fá þeir sem skoruðu tækifæri til að sparka boltanum milli tveggja stanga - og það kallast "Conversion".

Sigga, 26.9.2006 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband