Mánudagur, 2. október 2006
Skoskt Brúðkaup og stuð í Glasgow
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ í gær 1 október Andrea! Sorrý að ég hringdi ekki. Var úti allan daginn með Jónu og get ekki hringt úr gemsanum mínum í íslenskt númer og las síðan er ég kom heim til Jónu hvað planið var.
ég flýg suður í dag og heyri í þér í kvöld...
Er sumsé að blogga heiman frá Jónu. Helgin hefur verið ansi viðburðarrík.
Ferðalagið og flugið til Glasgow á föstudaginn gékk nú svona "la la". Sagan byrjar eiginlega á því að Bob týndi einu jakkafötunum sínum, gleymdi þeim í lestinni á leiðinni heim (hafði farið með þau í hreinsun sko til)! En jæja, mér fannst þau hálf ljót og við ákváðum að hann myndi leigja skotapils! En já, á flugvellinum biðum við í röð í næstum klukkutíma til að fara í gegnum security og síðan hafði Bob gleymt því að það mætti ekki fara með neinn vökva í gegn þannig að mest all snyrtidótið hans var tekið af honum. Díííí, minn maður varð ekkert smá fúll!!! En jæja, við gistum á hótelinu sem að giftingarveislan var haldin. Sherbrook Castle Hotel - herbergið okkar var nú ekkert sérstakt...en jæja það var nú heldur ekki svo dýrt. En já, við hittum Jónu og fengum okkur að borða í West End í Glasgow. Mjög góður staður sem býður upp á Skost slátur, fish and Chips til dæmis! Bob hafði víst unnið þarna þegar hann var stúdent í Glasgow!
En já, brúðkaupið átti að byrja klukkan 4 á Laugardag, þannig að á Laugardagsmorgninum fórum við niður í bæ til að finna skotapilsbúninginn handa Bob og ég fékk þá tilfinningu að fínn bolur og svarta buxur væri ekki nógu fínt þannig að ég hljóp sveitt um leitandi að einhverju fínna eins og pilsi eða kjól til að vera í! Og eftir langa leit fann ég voða fínt pils í Monsoon, og var ákveðin í að kaupa það þangað til að ég leit á verðmiðann! Snarhætti við að kaupa pilsið og ákvað að það sem að ég var búiin að ákveða að vera í, yrði barasta að duga! Og svo kom í ljós að ég var barasta mjög fín og skar mig ekkert úr þó að ég væri ekki í kjól eða pilsi þannig að ég var að stressa mig útaf engu í rauninni. En Bob fær prik fyrir að sýna óendanlegt umburðarlyndi í þessarri sveittu leit minni og meira að segja hvatti mig í að fara inn í fleiri búðir eftir að ég hafði ákveðið að hætta að leita! Beat That! ha ha
En já, athöfnin var í kapellunni á Glasgow háskóla, mjög falleg kapella og veislan á hótelinu og þetta var allt saman hátíðlegt og mjög skoskt! Flestir mennirnir í skotapilsi, brúðguminn í skotabuxum! Sekkjapípuleikarinn sló í gegn! Er búin að sjá fram á það að ég verði að flytja inn eitt stykki sekkjapípuleikara þegar við Bob giftum okkur. Gerir svo mikið fyrir stemmningunar sjáið til! ha ha ha
Maturinn var fínn en hljómsveitin mar.....díííí.... ég vona að þau hafi ekki borgað mjög mikið fyrir þessa so-called hljómsveit! Oh well!
Í gær fékk Bob far suður til London með Jason og Steph en ferðin gékk nú ekki vel hjá þeim því að umferðin gékk hægt og Bob var komin heim eftir 12 tíma ferðalag. Ég varð eftir til að eyddi deginum með Jónu í yndislegu veðri. Það var hátt í 20 stiga hiti og sól og við fórum á kaffihús og röltum um blómagarðinn og fórum í bíó og út að borða á ítölskum veitingastað og átum yfir okkur og kjöftuðum á okkur gat!
Flýg suður í dag, því miður...væri til í að vera hér aðeins lengur í rólegheitum en ég á bara einn frídag eftir til að taka á þessu ári og vil eiga hann til góða í nóvember eða desember!
jæja, bless í bili...Jones biður að heilsa! xxx
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe, fínasta ferðarsaga!! Skil að þið Jóna hafið þurft að spjalla mikið....... :)
Íris, 2.10.2006 kl. 11:29
Já, það er alltaf gaman að lesa ferðasögur ykkar Bobs :) dáist að þolinmæði hans í sambandi við verslunarferðina! Ég hefði sagt þér að hætta þessu rugli!! ;)
andrea marta vigfúsdóttir, 3.10.2006 kl. 22:46
Segi það sama og hinar gaman að lesa ferðasöguna ykkar, líst vel á sekkjapípuleikar í brúðkaupið ykkar hehehe :)
Harpa Bragadóttir, 4.10.2006 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.