Miðvikudagur, 11. október 2006
Bloggvinir, brókakaup og barnabössun
hmm hvað er þetta bloggvina dæmi!? þarf aðeins að skoða þetta....en annars ætlaði ég að svara Hörpu sem hélt að ég hefði keypt þrennar brækur (en ekki bækur) fyrir 200 krónur! Já, það er hægt að gera góð kaup á fötum en kannski ekki alveg svona góð! ha ha... en spáið í því að skrifa um brókakaup sín á netinu - soldið skondið! Læt ykkur vita næst þegar ég kaupi bRækur! ha ha
En já, í gær var ég að passa sætustu börn Englands (Jón Anton og Róbert William) ásamt Shane. Anna og Darren voru boðin í eitthvað geim og báðu mig um að passa (ásamt Shane) og það gékk svona þrusuvel! Mín skooo natúral!!! En vá, verð sko með strengi í handleggnum og ég hef komist að því að ég þarf að koma mér í form áður en ég tek upp á því að fjölga mannkyninu (en það er ekki alveg á dagskánni á næstunni - sit tight!). Og ég var búin að gleyma því hvernig það er að vinna einhentur (með barn í hinni!).
Hér er rigning, þrumur og eldingar - og það var hreinlega frekar hlýtt í morgun - sem er fínt því að boilerinn (hitakúturinn sko!) kemst ekki í lag fyrr en á morgun! argh - er ógeðslega pirruð samt á þessu ástandi, verð að segja.
That´s it folks - ætla út í rignignuna í smók og halda svo áfram að selja vitlausum útlendingum sjúklega dýrar ferðir til Íslands!
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mér líst vel á þetta bloggvinadæmi miklu fljótari að fara á milli til að skoð síðurnar. Já og ég er ekki alveg viss um þessa kjúklingauppskrift sauð ég kjúklingabita í potti og steikti svo í ofni eða var þetta svona marakkóskur pottréttur? En ég er einmitt að spá í að setja uppskriftir á netið gera auka síðu við og halda utan um uppskriftirnar því ég tíni þeim bara og steingleymi einhverju sem ég var vön að gera og stend svo upp algjörlega hugmyndalaus um hvað á að hafa í kvöldmatinn!!
Harpa Bragadóttir, 11.10.2006 kl. 13:02
Hehe, þið Hörpurnar eru fyndnar...... Og skemmtilegar.....og sætar....og góðar......og og og..sakna ykkar oft :D)
Íris, 11.10.2006 kl. 14:35
You go girl! :) aldrei dauð stund hjá þér greinilega! Hefði alveg viljað vera með ykkur Shane þarna að passa. Já, hvað er þetta bloggvinadæmi?!?! Ein af (undan) fjöllum...
andrea marta vigfúsdóttir, 12.10.2006 kl. 11:59
Haha já mér finnst soldið fyndið að tala um brókakaup í bloggi, sérstaklega ef þú kaupir 3 brækur fyrir 200 kall og í CHARITY SHOP! Annars er ég loksins komin með internet hingað heim, þú getur ekki ímyndað þér hvað það er mikill léttir, stóð soldið á sér til að byrja en Lilja tæknikall náði að redda málunum.Annars sakna ég þin alveg hrikalega mikið, það er svo skrýtið að vera farin frá Uk að þú getur ekki ímyndað þér...og það skrýtnasta af öllu er að ég sakna rigningarinnar og grámyglunnar.
Bið voða vel að heilsa öllum saman! Fáðu þér bjór og ég skal vera með þér í anda dúllan mín! Kiss kiss og knús!
Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 15:26
Búið að vera brjálað veður hér í nokkra daga. Bæði rigning og rok.
Ég hlustaði á veðrið í gær eins og sönnu sveitafólki sæmir og þá var sagt. mikið rok inn til landsins og enþá meira rok undir EYJAFJÖLLUM þetta var nú kanski ekki orðað svona.
************knús***********
vigga (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.