Mánudagur, 16. október 2006
Meira ARG!
Sagan Endilausa....
af Hitakútnum ömurlega!
Já, jæja! Til okkar kom nýr viðgerðarmaður á laugardaginn! Mín hlakkaði alveg rosalega til að komast í sturtu og hita upp íbúðina og þrífa og þvo o.s.frv. og mín bjóst auðvitað við að sá sami kæmi og skoðaði hitakútinn seinasta sunnudag, með varahlutina góðu!
En já, nei! Það var einhver nýr gæi og það fyrsta sem að hann segir er: what´s the problem? HA!?? Hvað??? ARGH! Hann vissi sumsé ekki neitt og þóttist ekkert vita um þennan sem kom á Sunnudaginn var og BOTTOM LINE! Enn engin hiti og enn ekkert heitt vatn! Ég grét! Já, skammast mín ekkert fyrir það! Ég barasta Hágrét! Mér var allri lokið! Hringdi grátandi í Karen, sem er landlady okkar og hún síðan hringdi í British Gas og reifst og skammaðist og já.... very emotional day!
en jæja, British Gas ætla að koma á miðvikudag - en Bob getur ekki fengið frí í vinnunni og við erum undirmönnuð (að venju) í minni vinnu þannig að við getum hvorugt verið heima við þannig að kella verður að redda því - en þar sem að ég er að fara til útlanda á fimmtu dag þá er mér svo sem sama eins lengi og þetta verður komið í lag þegar ég kem til baka! ARGH.
En jæja, eftir grátur og gnístan tanna þá fór ég og keypti mér rauðvínsflösku og hitaði síðan í pottum og kötlum vatn til að fara í bað og slappaði af.... þvoði föt fyrir canadaferðina því að það tekur þvottinn marga daga að þorna þegar enginn hiti er!
en hvernig var helgin ykkar? vonandi skemmtilegri en mín!
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, dúllan. Auðvitað grætur maður þegar manni er öllum lokið!
Íris, 16.10.2006 kl. 20:21
já tek undir með Írisi elsku dúllan vildi að ég gæti komið og eldað einn kjúlla handa þér ;) En ég var vön að kaupa heilan kjúkling og klippa hann niður með skærum (svona sterkum eldhússkærum) hægt að notast við hnif eða einfaldlega kaupa hann í bitum og sjóða svo í 20min í vatni með lárviðarlaufum svörtum piparkornum hvítlauk og salti kryddaður svo með einhverjum góðum kryddum vanaleg eðalkryddi frá pottagöldurm eða bara gamlagóða seson all jafnvel smá karrý hef líka stundum sett svolítið af soja sósu og eða smurt dijon sinnepi á(æ geri stundum bara það sem mér dettur í hug það og það skiptið prófaðu bara, ekki endilega allt í einu hehe) og grilla í ofni í 20min njóttu vel kellan mín
Harpa Bragadóttir, 16.10.2006 kl. 21:36
Æi vá þvílíka vesenið með þennan kút. Sendi þér risa knús og eins gott að þeir lagi þetta fyrir ykkur annars kem ég sko út til að lemja þá.
túri lú
vigga (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 00:58
oj.. skil þig vel að hágrenja! Ég hefði bara farið að heiman! Plantað mér í heimsókn einhversstaðar þar sem er baðkar og þurrkari og neitað að fara heim þartil þetta kæmist í lag! Þú átt alla mína samúð! En vonandi eru hlutirnir skárri í Kanada :D
andrea marta vigfúsdóttir, 17.10.2006 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.