Þriðjudagur, 24. október 2006
Komin Heim
ah það var gott að koma heim.... þrátt fyrir að íbúðin væri í rúst og hitakúturinn enn ekki kominn í lag! Þetta er að verða svolítið þreytandi!
Flugið heim var fínt, náði að sofa slatta en vaknaði upp með verki í hægra hné og þurfti að vekja gæjann við hliðina á mér svo að ég gæti labbað aðeins um - þessi löngu flug eru hræðileg! En já, greyið hann sofnaði aftur meðan ég var á vappi og ég þurfti aftur að vekja hann til að komast í sætið mitt - hann var ekki beint ánægður en hey, hann hefði getað sest við hliðina á einhverjum sem þarf að fara á klósettið á hverjum klukkutíma! ha ha
Og já, ég kom heim í mína köldu litlu íbúð, sem er enn minni þessa dagana því að Ben og Liz munu gista hjá okkur þessa viku og byrjun næstu viku - þau keyptu íbúð rétt hjá okkur og það er verið að rakaverja íbúðina þar (damp proofing!- have no idea what the icelandic name is for that!) - og já, þau geta ekki búið þar á meðan að er gert!
en já, sagan endilausa af hitakútnum! argh! þeir eru víst enn að bíða eftir varahlutunum! Þeir ætla að koma í fyrramálið en það er enn ekki vitað hvort að varahlutirnir eru til...ég var að leita á netinu að hitablásara sem að ég gæti keypt eftir vinnu til að hita upp íbúðina í kvöld - but no luck so far!
jæja, lestirnar voru allar ekki að virka í morgun þannig að ég kom í vinnuna klukkutíma of sein þannig að ég þarf að kveðja í bili.
K&K Sigga
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ka, hann er bara svefnpurka............. :)
Íris, 24.10.2006 kl. 20:22
Velkomin heim og frábært að allt hafi gengið vel.
Hvað er þetta með þennan hitakút, ég sem hélt að þeir á verkstæðunum hér á fróni hefðu einkarétt á að segja að varahlutirnir væru ekki til á landinu.
vigga (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.