Engar fréttir

eru víst góðar fréttir

en mér finnst agalega leiðinlegt að hafa ekkert sniðugt að segja ykkur. Lífið er bara ósköp venjulegt þessa dagana eftir að hitakúturinn komst í lag! (7-9-13 (bank bank bank í tré!) að hann haldist í lagi!

En já, maður er góðu vanur. ég hugsaði oft um það þegar ég var að "sjóða" í bað hvernig þetta var í gamla daga - maður fór ekki í bað eða sturtu á hverjum degi. Og fyrir aldarmótin 1900 Þótti líklegast gott að komast í bað einu sinni á ári fyrir jól! ha ha  En í dag, þá er maður flokkaður með rónunum ef maður fer ekki í sturtu tvisar á dag - og manni finnst það nú get gengið út í öfgar þessi þrifnaðarárátta! Fannst ótrúlega fyndið hvað fólki leið illa þegar ég fór á íshótelið þegar þeim var sagt að þau ættu EKKI að fara í sturtu sama dag/kvöld og þau gistu í ísherbergi þar sem að þau myndi sofa í nokkurra stiga frosti. Og stelpan sem sýndi okkur íshótelið var með rosa sítt og þykkt hár og hún sagði að á veturna myndi hún þvo hárið í mesta lagi 1x í viku! Ég vissi ekki hvert fólk ætlaði - þeim fannst þetta svo hræðilegt!

en jæja, nóg í bili um ekki neitt! ha ha

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMINGJU! Gott ad vita af tu turfir ekki ad sjoda i bad lengur ( 7,9, 13)!!1

Kossar og knusar, miss you! 

lilja hronn (IP-tala skráð) 1.11.2006 kl. 18:53

2 Smámynd: Íris

Hehe, já spáðu í þrifæði sem hrjáir okkur!  Og allur þvotturinn, ég set ekki barnið í sömu fötin aftur í leikskólann eða skólann. Hm, kannski smá sóðar líka á ferð.

Íris, 1.11.2006 kl. 22:20

3 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Já, við erum hreinlætisóð! Exem og ofnæmi hrjá annan hvorn mann, skítug gólf og sokkar valda hjónaskilnuðum... Hvar endar þetta allt saman?!? ;)

andrea marta vigfúsdóttir, 2.11.2006 kl. 09:56

4 identicon

Til hamingju með hitakútinn.

Já Guð hvar endar þetta allt saman.  Er sammála Írisi, sendi mín börn ekki í sömu fötunum aftur í skólann daginn eftir.  En hér í denn var þetta nú öðruvísi.  

Hafið þið það ofsalega gott.

knús

vigga (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 15:46

5 identicon

Hello darling

spennandi að lesa um vandræðin með hitakútinn. Segir kannski mikið um hversu æsispennandi líf mitt er! :)

Ég held nú að Donunum finnist við geðveik að fara svona oft í sturtu eins og við gerum, þvílík eyðsla á vatni

Well good luck with it all

venlig hilsen
Ragga beib

Ragga (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 21:40

6 identicon

Var að færa skötuhjúunum te og kaffi í rúmið ( helduru að maður sé duglegur! )fyrir svefninn, sjálf þarf ég að klára verkefni fyrir morgundaginn...áður en ég get farið að sofa og ákvað að kíkja á bloggið...þarft að vera duglegri að skrifa svo ég fái fréttir af þér.

Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband