Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Helgin: Steikur og rúgbí (en aðallega rúgbí!)
hæ og hó
Helgin var fín, við fórum út að borða á föstudagskvöldið eins og áætlað var - fengum okkur þessa fínu steik og rauðvínsglas með - og síðan fórum við beint heim og mín fór svo að segja beint upp í rúm! Alveg búin eftir vinnuvikuna - það var meira að segja hringt í mig að heiman og ég man eftir því að hafa rumskað en ég gat barasta ómögulega vaknað! ferlegt...ekki oft hringt í mig og maður sefur það af sér!!! oh well
Á laugardag vöknuðum við snemma því að ég ætlaði að fara með Bob á rúgbíleik (yfirleitt er það bara hann sem að vaknar snemma og mín liggur í rúminu allan daginn!). Það var yndislegt veður og þetta var barasta alveg ágætt. Þeir spiluðu miklu betri rúgbí en þeir gerðu fyrir ári síðan og rústuðu hinu liðinu, sem var geggjað því að ég hef aldrei séð þá vinna áður og var farin að halda að ég væri óheillakrákan þeirra! Síðan eftir leikinn var farið á pöbb (til að horfa á meira rúgbí!) og við vorum komin heim fyrir miðnætti eftir nokkra drykki, rúgbíleiki og pool!
Á sunnudag var ég eiginlega barasta pínku þunn, þó svo að ég hafi sofið slatta og ekki drukkið mikið! Almenn þreyta held ég bara!! vei! En já, guess what! Við horfðum á meira rúgbí! ha ha ha ha ha og tjilluðum. Lis og Ben fluttu út (aftur!) og Shane flutti inn (tímabundið!) Hótel Siggabob good morning, how can I help you? ha ha
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þú ert greinilega ekki laus úr hótelbransanum ;) Bið að heilsa Shane, og ekki missa þig alveg í þessu rúgbí æði! ;) segi nú svona.... Knús..
andrea marta vigfúsdóttir, 21.11.2006 kl. 18:04
mundu bara að þú ert með panntaða vindsæng hjá þér 8-11
Íris, 21.11.2006 kl. 21:42
Alltaf stuð í kringum ykkur turtildúfurnar
Ég er nú eiginlega viss um að þú sért nú frekar lukkudýrið þeirra.
Hafið það ofsalega gott.
knús á ykkur
vigga (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 17:36
ummm steik og rauðvínsglas, út að borða ohhhh hvað ég öfunda þig hehe það hlítur að koma að því dag einn. Ég held að þetta hefði orðið aðeins of stór rúgbí skammtur fyrir mig en hvað veit ég hef aldrei horft á rúgbí.
k&k
Harpa Bragadóttir, 23.11.2006 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.