Paris - bara snilld

Bonjour!

http://www.neatorama.com/2007/07/16/the-eiffel-tower-story/

eins og sjá má þá erum við hjónin (díí sounds so weird!) komin til Parísar.... rosalega falleg og sjarmerandi borg í haustlitunum og við höfum verið rosalega heppin með veður (sól flesta daga!) þó svo að það er mun kaldara en ég átti von á, sérstaklega á morgnana áður en sólin nær að verma almennilega

en já við komum á föstudag hingað...hótelið hér ekki nærri eins gott og fínt og hótelið í Nice (en þó 4ja stjörnu hótel líka!) - kominn tími á endurnýjun en staðsetningin er brill....3 mín labb i Georg V subway (borið fram sjorg sju shants....eða eitthað svoleiðis!) og 1 mín á Champs Elysses og 30 sek í louis vitton búðina.....ekki það að við höfum áhuga á þessháttar búðum!!!

Ég sá Eiffel turnin ekki fyrr en á sunnudag.... á laugardag fórum við á rugbí leik....það var bara fínt (maður verður að gleðja eiginmanninn svona af og til!) og fórum síðan út að borða á veitingastað hér rétt hjá sem var nú soldið flopp.... við bjuggumst við miklu betri mat.... síðan var nú planið að kíkj á lífið í latínuhluta parísar en min var nú orðið soldið þreytt eftir langan dag og varð nú ekkert úr því!

í gær fórum við í langan göngutúr að Eiffel og um garða parísar.... fólk var að spila fótblta, rugbí, amerískan fótbolta á svotil öllum grasblettum, það var rosa mikið fólk á gangi.

í dag skelltum við okkur síðan upp í eiffel turninn (Bob greyið er ferlega lofthræddur en lét sig hafa það en losnaði ekki við velgjuna fyrr en við vorum komin aftur niður) og síðan í lourve safnið sem er alveg rosalega víðáttumikið.... mér fannst þetta allt eins í lokin....það var röð til þess að sjá monu lisu og æ-i við nenntum ómögulega að taka þátt í þessu monu lisu æði...

.... síðan er planið á morgun að fara í river cruise og kannski picknick í einhverjum garðinum ef að verðið verður áfram gott

læt þetta gott heita í bili

au revoir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

takk fyrir þessar ferða upplýsingar:) París er yndisleg og djö ertu góð að gleðja kallinn svona. Þú hefur nú líka gaman af þessu ekki satt.

Íris, 22.9.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Flott ad heyra ad tid njotid ykkar Hafid tad afram gott!! Kvedjur ur thrumuvedrinu a Rhodos..

andrea marta vigfúsdóttir, 22.9.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Erna Lilliendahl

Gott að vita að þið eruð að hafa það gott ;)

Erna Lilliendahl, 22.9.2008 kl. 21:40

4 identicon

Æðislegt að heyra hvað þið hafið það gott.

Hér á klakanum er bara þvílíkt rok og rigning......alla daga

Knús á ykkur og látið endilega heyra frá ykkur aftur.

Vigga (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband