Mánudagur, 11. desember 2006
Æðisleg heimsókn!
helgin hefur verið yndisleg an alltof fljót að líða!
Íris og Unnsteinn voru að fara, ég hélt reyndar að þau myndu vera hérna þangað til á miðvikudag en nei, því miður! oh jæja... samt yndislegt að eyða svona miklum tíma með þeim...þegar maður hefur komið heim þá hefur maður aldrei haft nógu mikinn tíma til að bara spjalla um daginn og veginn í rólegheitum! Þannig að ég þakka hér með aftur fyrir mig!!
En hvað gerðum við svo? Á föstudaginn fór ég með þau á three monkeys, sem er indverskur veitingastaður hér nálægt. Fínn matur og voða fljótt þjónusta!
Á laugardag fórum við í London Eye og síðan aðeins á oxford street og mín þurfti að leita að ARGOS því að ég þurfti að kaupa nýja pumpu handa loftdýnunni sem að ég keypti í vikunni...en þeir áttu ekki pumpu .þannig að ég endaði með því að kaupa nýja dýnu! En jæja...svo ætluðum við á Itsu, sushi staðinn minn góða en þá kom í ljós að sá staður var eitthvað viðriðinn eitrunar- og morðmáli rússneska njónsnarans og hann varð lokaður!! þannig að við fórum á Kulu Kulu í staðinn og já, það var fínt en samt ekki sama úrval og á Itsu!
! Í gær fórum við Íris í Covent Garden og Unnsteinn fór og horfði á fótbolta leik og Bob, þessi elska, var heima og eldaði lambalærið sem að þau færðu mér! uhm svo gott! Og í dag fórum við í WImbledon stutt til að versla smá og síðan eru þau bara farin!
Og jú jú, ég er að skrifa á fartölvuna nýju! kannski að ég leiki mér að því að prófa að setja nokkrar myndir inn!
en jæja, knús og kossar mín kæru xxx
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Efaðist aldrei um að þið mynduð skemmta ykkur vel!
Og hey, ég verð að koma fljótt í heimsókn fyrst þú ert komin með nýja dýnu!! Góða skemmtun við að fikta í nýju tölvunni! Heyrumst fljótt..
andrea marta vigfúsdóttir, 12.12.2006 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.