Jólakveðjur og stórfréttir!

hæ og hó hó hó

fyrst og fremst, takk fyrir jólakortin - því  miður sendi ég engin út þetta árið (mun líklegast senda þessi fáu sem að ég hef skrifað samt!) en já, það er svo gaman að fá kort og smá bréf þannig að: þúsund þakkir! Þau standa hér á hillum og hjálpa til að gera aðeins jólalegra hérna í stofunni minni (serían þó komin upp!)

ég er með gleðifréttir! ég er búin að segja upp í vinnunni og síðast vinnudagur minn er 17 janúar! Jamm og já. Undur og stórmerki! Þetta er sumsé jólagjöfin frá mér til mín í ár (ég ætlaði að gefa mér klippingu en þarf nú að spara þar sem að ég veit nú ekki alveg hvar og hvenær ég fæ nýja vinnu þannig að ég ætla að bíða með það!) og ég er eiginlega í smá sjokki en samt ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun!

Í kvöld ætla ég að pakka og gera allt reddí fyrir að fara til Liverpool á föstudag. er sumsé í fríi 22-26 desember en þarf að mæta aftur í vinnu 27. des! Hlakka til að komast út úr London og til þess að borða kalkún sem elskan mín eina ætlar að elda fyrir mömmu sína (díí...það verða sko slagsmál í eldúsinu á jóladag! ha ha ha). Og svo á ég enn eftir að kaupa gjöf handa Bob! hausverkur! oh jæja, ég  hlýt að finna eitthvað í Liverpool á laugardag!

Ég er enn að spá hvort að ég eigi að taka tölvuna með mér! Efast um að það sé wireless tenging heima hjá Mary! En jæja, veit ekki hvort að ég á aftur að blogga fyrr en eftir jól þannig að ég vil bara segja:

 

GLEÐILEG JÓL!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Til lukku með að vera að hætta!!  
Já og þú þarft ekki að senda mér kort til baka.  Skrifaði engin, svo:

GLEÐILEG JÓL :) BÆÐI TVO

Íris, 20.12.2006 kl. 22:42

2 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðileg jól

Ólafur fannberg, 21.12.2006 kl. 08:25

3 identicon

ég er svo stolt af þér stelpa! Hlakka til að fá þig heim með hækkandi sól!  Góða skemmtun í Liverpool og gleðileg jól!  Ég meikaði að senda jólakort en þau fóru svo seint að þetta verður líklega bara áramótakveðja :)

Knús og brjáluðu roki og rigningu.... eins ójólalegt og hægt er að hugsa sér í Reykjavíkinni!

Kristrún

Kristrun (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 16:30

4 identicon

ég er svo stolt af þér stelpa! Hlakka til að fá þig heim með hækkandi sól!  Góða skemmtun í Liverpool og gleðileg jól!  Ég meikaði að senda jólakort en þau fóru svo seint að þetta verður líklega bara áramótakveðja :)

Knús og brjáluðu roki og rigningu.... eins ójólalegt og hægt er að hugsa sér í Reykjavíkinni!

Kristrún

Kristrun (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 16:30

5 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

You go girl! og Svakalega gleðileg jól til þín, Bob og allra hinna! Knús..

andrea marta vigfúsdóttir, 22.12.2006 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband