íslandsferðin

Dí hvað það var gaman um helgina og dííí hvað ég var þreytt þegar ég kom heim! Flugvélinni seinkaði um klukkutíma og ég var ekki komin heim fyrr en upp úr 11!

Og ég er nú hreinlega í sjokki yfir nokkrum hlutum en þó sérstaklega yfir verðlaginu! Sá að það var 2ja herbergja íbúð til leigu í hafnarfirðinum, 66 fermetrar minnir mig og hún var til leigu fyrir 120 þús á mánuði...HALLÓ!!! Er greinilega búin að vera of lengi úti og ekki verið að fylgjast mikið með en hvernig í ósköpunum getur verið að leiguverðið hefur tvöfaldast á þessum 4 árum...hvernig hefur fólk efni á að búa í Reykjavík? eftir því að sem að ég best veit þá hafa laun ekki tvöfaldast eða hækkað nógu mikið í samræmi við hækkun leiguverðs!

Og svo er ég yfir mig hneyksluð á verðlaginu á Keflarvíkurflugvelli. Word of advise...ekki fara svöng á völlinn, borðið heima! Ég greiddi hátt í þúsund krónur fyrir ógeðslega samloku, sem var nota bene hituð í örbylgjuofni, og hálfan lítra af diet kók! HELLÓ!!! Og salatið sem kom með var sko alveg örugglega 3ja daga gamalt! kræst!

en nóg um það í bili...skrifa meira seinna og nöldra kannski ekki svona mikið þá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Jebb, verðið stóð ekki í stað þessi 4 ár

Íris, 9.1.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

æ, þetta er bilun verðið á öllu hérna. Ég er hinsvegar að leigja risastórt einbýlishús með garði og alles á 100.000.

andrea marta vigfúsdóttir, 10.1.2007 kl. 12:12

3 identicon

já dúllan mín...það er ekkert grín að búa á íslandi...þó það sé nú ósköp ljúft stundum. Ég sakna t.d. hrikalega skyrs og síld með klesstu rúgbrauði namminamm....eníveis. sjáumst i mars...

 kossar!

Lilja Hrönn (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband