Færsluflokkur: Bloggar

Jólakveðjur og stórfréttir!

hæ og hó hó hó

fyrst og fremst, takk fyrir jólakortin - því  miður sendi ég engin út þetta árið (mun líklegast senda þessi fáu sem að ég hef skrifað samt!) en já, það er svo gaman að fá kort og smá bréf þannig að: þúsund þakkir! Þau standa hér á hillum og hjálpa til að gera aðeins jólalegra hérna í stofunni minni (serían þó komin upp!)

ég er með gleðifréttir! ég er búin að segja upp í vinnunni og síðast vinnudagur minn er 17 janúar! Jamm og já. Undur og stórmerki! Þetta er sumsé jólagjöfin frá mér til mín í ár (ég ætlaði að gefa mér klippingu en þarf nú að spara þar sem að ég veit nú ekki alveg hvar og hvenær ég fæ nýja vinnu þannig að ég ætla að bíða með það!) og ég er eiginlega í smá sjokki en samt ótrúlega ánægð með þessa ákvörðun!

Í kvöld ætla ég að pakka og gera allt reddí fyrir að fara til Liverpool á föstudag. er sumsé í fríi 22-26 desember en þarf að mæta aftur í vinnu 27. des! Hlakka til að komast út úr London og til þess að borða kalkún sem elskan mín eina ætlar að elda fyrir mömmu sína (díí...það verða sko slagsmál í eldúsinu á jóladag! ha ha ha). Og svo á ég enn eftir að kaupa gjöf handa Bob! hausverkur! oh jæja, ég  hlýt að finna eitthvað í Liverpool á laugardag!

Ég er enn að spá hvort að ég eigi að taka tölvuna með mér! Efast um að það sé wireless tenging heima hjá Mary! En jæja, veit ekki hvort að ég á aftur að blogga fyrr en eftir jól þannig að ég vil bara segja:

 

GLEÐILEG JÓL!!!


Laugardagskvöld

Hæ og hó

Aldrei þessu vant erum við bæði heima á laugardagskveldi, yfirleitt er Bob fullur einhverstaðar í austur London á þessum tíma (eftir rúgbíleik!) og mín ein heima að horfa á sjónvarpið - og jú jú, við erum að horfa á The X Factor - finale! Hef verið að fylgjast með þessu en þetta er orðið soldið þreytt...en það er samt alltaf gaman að sjá þá sem eru virkilega lélegir - maður getur alltaf hlegið að þeim. En akkúrat núna er einhver grenjandi- krækí.

Bob er að elda spagettí bólónes (namm namm) og við eigum von á Unnsteini sem ætlar að fá að nota sófann aftur áður en hann heldur heim á leið á morgun. Greyið keyrði frá flugvellinum í gærkveldi og hingað - bilaður mar! Í fyrsta skiptið sem að ég keyrði hérna úti þá var það smá rúntur og ég náði að klessa aðeins á - hefði ekki treyst mér í að keyra frá flugvellinum - dííí! Vonandi fór ekki illa um hann - við ösnuðumst til að byrja að horfa á The Office, x-mas special langt frameftir!

En jæja nóg í bili...maður á víst að hafa þessar blogg færslu stuttar og laggóðar!

Góðar nætur x


Krækí!

það er alltof til jóla (lesist: SHIT STUTT!)...og ég er ekki búin að ákveða hvað ég eigi að gefa Bob...hjálp!!!!

Og ég held svei mér að ég eigi ekki eftir að senda nein jólakort - er búin að skrifa 4 og fékk skrifkrampa eftir þá lotu - og ég sem þarf að skrifa 30 kort! hmmm...púff

en jæja, ég þarf að pæla í þessu...var að spá í að gefa honum miða á tónleika

hux hux hux

 

 


Lifrapylsa, pipp og nýjar myndir

nammi namm hvað það gott að fá sér hafragraut og lifrarpylsu í morgunmat, og svo kaffi og pipp í eftirrétt! Og svo fæ ég mér ss pylsur með íslesnku remolaði í kvöld! Allt í boði Írisar og Unnsteins!

en jæja, var að dunda mér við að setja myndir inn í gær....þetta eru myndir sem voru teknar á símann minn þannig að þær eru nú misgóðar...en gaman að skoða þær þar sem að þær minna á góðu stundirnar á árinu....

og svo er ég að hugsa um að drífa mig í að klára að skrifa jólakortin...held samt að ég sé orðin of sein....aftur! ha ha aldrei get ég sent þessi blessuðu jólakort í tíma!

og já, er búin að komast að því að það þýðir ekkert að vera með langar neglur þegar maður ætla að skrifa mikið á fartölvu..þær eru barasta fyrir! Fartövlan var sumsé ekki fundin upp með framakonur með langar neglur í huga!!! kemur á óvart!!! haha

En já kíkið á myndirnar


Æðisleg heimsókn!

helgin hefur verið yndisleg an alltof fljót að líða!

Íris og Unnsteinn voru að fara, ég hélt reyndar að þau myndu vera hérna þangað til á miðvikudag en nei, því miður! oh jæja... samt yndislegt að eyða svona miklum tíma með þeim...þegar maður hefur komið heim þá hefur maður aldrei haft nógu mikinn tíma til að bara spjalla um daginn og veginn í rólegheitum! Þannig að ég þakka hér með aftur fyrir mig!!

En hvað gerðum við svo? Á föstudaginn fór ég með þau á three monkeys, sem er indverskur veitingastaður hér nálægt. Fínn matur og voða fljótt þjónusta!

Á laugardag fórum við í London Eye og síðan aðeins á oxford street og mín þurfti að leita að ARGOS því að ég þurfti að kaupa nýja pumpu handa loftdýnunni sem að ég keypti í vikunni...en þeir áttu ekki pumpu .þannig að ég endaði með því að kaupa nýja dýnu! En jæja...svo ætluðum við á Itsu, sushi staðinn minn góða en þá kom í ljós að sá staður var eitthvað viðriðinn eitrunar- og morðmáli rússneska njónsnarans og hann varð lokaður!! þannig að við fórum á Kulu Kulu í staðinn og já, það var fínt en samt ekki sama úrval og á Itsu!

! Í gær fórum við Íris í Covent Garden og Unnsteinn fór og horfði á fótbolta leik og Bob, þessi elska, var heima og eldaði lambalærið sem að þau færðu mér! uhm svo gott! Og í dag fórum við í WImbledon stutt til að versla smá og síðan eru þau bara farin!

Og jú jú, ég er að skrifa á fartölvuna nýju! kannski að ég leiki mér að því að prófa að setja nokkrar myndir inn!

en jæja, knús og kossar mín kæru xxx


Frí frí frí frí frí

Ég hlakka svo til að fara í frí og að fá Írisi og Unnstein í heimsókn...it´s going to be joy joy joy!

Vinnan svona la la að venju! nei annars...shit að venju!

ég keypti mér fartölvu sem að ég fæ afhenta á morgun þannig að ég get vonandi farið að blogga almennilega heiman frá mér og dundað mér við að setja inn myndir o.s.frv.

en annars góða helgi öllsömul! ég blogga af ævintýrum okkar Írisar (og Unnsteins) eftir helgi eða kannski um helgina ef að ég kem tölvunni í gagnið fljótt

xxx

 


Jólaballið!

Jæja gott fólk

Jólaballið var á föstudaginn og það var þrusustuð! Mín fékk verðlaun (lítinn bikar!) fyrir frábær sölustörf og mín sló í gegn í karíókí-inu (söng "let me entertain you" með Robbie Williams með style!) En mín var já soldið þunn og þreytt á laugardag! Og það tók mig tvo tíma að komast heim (sem annars hefði átt að taka 15 mín!) af því að það var verið að gera við lestarteinana..blah!

En jæja...var aftur sein í vinnuna í morgun! helvítis strætó var 40 mín of seinn! Þannig að ég hef ekki mikinn tíma til að blaðra og skrifa núna

until next time folks!


til hamingju Ísland

með daginn í dag!

(og nú fáið þið öll á heilann júróvisjón lagið góða...ha ha!)

 Hér er blautt og kalt og í kvöld er jólapartíið! Ég ætlaði nú reyndar ekki að fara út af peningaleysi meðal annars en síðan bauð Andrea mér að gista (þannig að nú þurfum við ekki að taka leigubíl heim!) og ég sá dagskránna og sá að það verður karókí og auðvitað frír matur og frítt vín þannig að ég ákvað að slá til!  Við eigum eftir að slást um míkrófóninn ég og Bob!!! ha ha

og Shane á afmæli í dag!

jæja, góða helgi öll sömul xxx

 


Stóri bróðir

Nei, ég er nú ekki að vitna í Bjössa eða Gunnar heldur "big brother"! Nú er búið að taka fyrir msn-notkun í vinnunni  (við notðuðum það mikið til að tala við íslensku skrifstofuna!) og við megum bara nota það í hádegishléinu okkar! Nema hvað, á mánudaginn var búið að breyta öllu systeminu og búið að taka msn-ið út! Tövlukerfið krassaði reyndar í leiðinni og nú ganga sögur um skrifstofuna að þeir (yfirmennirnir sko!) voru að reyna að setja upp system þar sem að þeir gætu séð hvað við erum að skrifa á msn-ið (og til að tékka hvort að við séum að nota það þegar við eigum ekki að vera nota það!)þegar kerfið krassaði..

Ég veit nú ekki hvort ég á að trúa því! En já, þetta er ástæðan fyrir því að þið sjáið mig ekki á msn-inu lengur! Og svona til að vera on the save side...þá ætla ég ekki að dánlóda msn-inu aftur! En þið megið gjarnan senda mér póst!

Og Helena darling! Gaman að heyra frá þér! Ég er ekki með skype því miður! Við verðum í bandi, one way or the other!!! knús og kossar til Sigríðar og Ása!

en jæja...hádegishléið mitt búið! Bless í bili


Alltaf jafn fyndið!

Lilja sendi mér þetta í morgun...hef nú lesið þetta áður! En þetta er barasta alltaf jafn fyndið þannig að ég ákvað að segja þetta á bloggið! 

Leiðbeiningar á vörum!  Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund:"Do not use on children under 6 months old."(auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7mánaða!!!) Leiðbeiningar á Sears hárblásurum:"Do not use while sleeping"(Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér) Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu:"Use like regular soap"(Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?) Á umbúðum af SWANN frystimat:"Serving suggestion: Defrost"(Mundu samt...þetta er bara uppástunga) Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð:"Fits one head."(Sérðu ekki fyrir þér...einhverja tvo vitleysinga... með eina baðhettu...) Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur:"Do not turn upside down."(Úps, of seinn) Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer:"Product will be hot after heating."(Það er nefnilega það) Á pakkningum af Rowenta straujárni:"Do not iron clothes on body."(En myndi það nú ekki spara mikinn tíma!) Á hóstameðali fyrir börn frá Boots:"Do not drive car or operate machinery"(Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á lyftaranum þegar hann kemurheim) Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta:"Warning: may cause drowsiness"(Maður skyldi nú rétt vona það!) Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig:"Warning keep OUT OF children"(okí dókí!!!) Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt:"For indoor or outdoor use only"(En ekki hvar...???) Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona:"Not to be used for the other use."(Ok...núna er ég orðinn mjög forvitin) Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning:contains nuts"(Jamm... ég fer mjög varlega) Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta:"Instructions: open packet, eat nuts"(Imbafrítt eða hvað?) Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir:"Munið að þvo liti aðskilda"(Ehhh...já...áttu nokkuð skæri) Leiðbeiningar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju"Málið er, að til að geta lesið leiðbeingarnar verður þú að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur... Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur:"Notice, little boy not included"(Ohhhhh.......ég sem var farin að hlakka svo til að eignast vin) Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes"(Aaaa...einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra út af) Lítill miði var festur á "Superman" búning, á honum stóð:"Warning: This cape will not make you fly"(Núúúúú...þá kaupi ég hann ekki) Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the rotating chain"(Er það ekki nú nokkuð ljóst..haaaa??) Eitt sem ég skil ekki "Waterproof" maskarar...á þeim stendur:"Washes off easily with water"(Hmmm...hver er þá tilgangurinn?)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband