Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 21. nóvember 2006
Helgin: Steikur og rúgbí (en aðallega rúgbí!)
hæ og hó
Helgin var fín, við fórum út að borða á föstudagskvöldið eins og áætlað var - fengum okkur þessa fínu steik og rauðvínsglas með - og síðan fórum við beint heim og mín fór svo að segja beint upp í rúm! Alveg búin eftir vinnuvikuna - það var meira að segja hringt í mig að heiman og ég man eftir því að hafa rumskað en ég gat barasta ómögulega vaknað! ferlegt...ekki oft hringt í mig og maður sefur það af sér!!! oh well
Á laugardag vöknuðum við snemma því að ég ætlaði að fara með Bob á rúgbíleik (yfirleitt er það bara hann sem að vaknar snemma og mín liggur í rúminu allan daginn!). Það var yndislegt veður og þetta var barasta alveg ágætt. Þeir spiluðu miklu betri rúgbí en þeir gerðu fyrir ári síðan og rústuðu hinu liðinu, sem var geggjað því að ég hef aldrei séð þá vinna áður og var farin að halda að ég væri óheillakrákan þeirra! Síðan eftir leikinn var farið á pöbb (til að horfa á meira rúgbí!) og við vorum komin heim fyrir miðnætti eftir nokkra drykki, rúgbíleiki og pool!
Á sunnudag var ég eiginlega barasta pínku þunn, þó svo að ég hafi sofið slatta og ekki drukkið mikið! Almenn þreyta held ég bara!! vei! En já, guess what! Við horfðum á meira rúgbí! ha ha ha ha ha og tjilluðum. Lis og Ben fluttu út (aftur!) og Shane flutti inn (tímabundið!) Hótel Siggabob good morning, how can I help you? ha ha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Ýmislegt
Bara rétt að láta vita af mér
thank god it´s Friday!!! átti frekar leiðinlegan dag í gær...fékk ömurlegt e-mail frá einum kúnnanum sem var með stæla og eyddi morgningum í að skoða og rannsaka málið! Alger Belja!Og fyrir utan það þá var strætókerfið barasta ekki að virka og ég þurfti að bíða heillengi eftir stætó og var sein í vinnuna...ég var EKKI í góðu skapi í gær en í dag er föstudagur og allt í góðu!
í kvöld ætlum við Bob að hafa það huggulegt og fara út að borða...og svo á morgun ætla ég að sýna smá lit og horfa á hann leika rugbí! Gott að hún Lilja mín gaf mér úlpuna sína...þó að hún sé alltof stór á mig þá hef ég hreinlega ekki farið úr henni seinustu vikurnar og hún hefur alveg bjargað mér! Betra að vera heitt og hallærislegur en "kúl" og með lungnabólgu!! ekki satt?
Góða helgi dúllurna mínar allar! og já, Vigga, þú varst að biðja um heimilsfang og símanúmer...here it is:
21a Birkbeck Hill, Tulse Hill, London, SE21 8JS
gemsi: 00 44 (0)7921 12 42 71
heima:00 44 (0) 2086708974
muna að þið sleppið núlliinu þegar þið hringið frá íslandi en ef að þið eruð stödd í London eða Englandi þá verðið þið að nota núllið: 07921 124271 skiljú!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 14. nóvember 2006
STÖFF!
hæ og hó
jæja, skrifstofan flutt....púff...allt að gerast...nýtt húsnæði (sem er eiginlega ekki tilbúið - það er enn verið að mála veggi og á eftir að gera fullt áður en allt húsnæðið er endurnýjað að fullu!), nýtt símakerfi (sem er ekki ennþá að virka almennilega) ný skrifborð (sem eru reyndar stærri en þau gömlu en samt minna geymslupláss af því að það eru engar hillur!) og já, það eru miklu meiri læti hérna og klukkan 2 í gær var ég alveg búin á því! oh well!
Annars er ég voða spennt þar sem að ég er að fá heimsókn í desember. Íris og Unnsteinn ætla að skutlast yfir! Ég er að vinna í því að fá frí þessa daga...því miður er einn kollegi minn að fara til Kúbu akkúrat sömu dagana þannig að það er ekki á hreinu hvort að ég fái frí. Ég var annars að taka saman frídagana mína og ef að mínir útreikningar eru réttir, þá á ég eftir 4 daga! vííi Ef ekki 4 daga, þá ÖRUGGLEGA 3 daga! En já, ferlega fínt...
en já, það gengur ekkert smá hægt að setja myndir inn...ætla að eyða 10 mín í að setja inn myndir núna....fleiri frá Kanada...og svo var ég að setja allar myndirnar sem að ég hef tekið á símann minn á disk...þær eru nú misgóðar en já, þarf að muna að koma með diskinn í vinnuna og setja nokkrar á bloggið :) I´ll keep you posted dears xxx
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Flutningar og myndir frá Kanada
Hæ og hó
nei nei, ég er ekki að flytja...heldur skrifstofan! Við förum ekki langt og í miklu betra húsnæði og 3-4 sinnum stærra! Það verður örugglega fínt en já, maður þarf að myndast við að pakka og merkja svoleiðis.
Annars ferlega gott að vera aftur bara tvö í íbúðinni eftir vikukvöl Lis og Bens - en það var alveg fínt að hafa þau - fór ekkert fyrir þeim - hélt að það yrði ferlega þröngt á þingi þar sem að íbúðin er svo lítil en þetta gékk allt saman vel upp. Þau voru sumsé að kaupa í nágrenni við okkur og eru að gera íbúðina upp. Ben er "sparky" (rafvirki) og til að spara eru þau að gera þetta mikið til sjálf (þ.e Ben!) og íbúðin verður geggjuð þegar hún er tilbúin, með upphituð gólf, heimabíó system með hátölurum í eldúsinu og baðherberginu o.s.frv...! boys with toys hey!
En já, ég var að reyna að setja nokkrar myndir frá kanada um daginn - náði ekki að setja nema tvær. Internetið var svo hægvirkt að það tók 15 mín að setja hverja mynd inn! Reyni að setja fleiri myndir inn núna! take a look!
en já! vonandi fór ekki illa fyrir ykkur í óveðrinu...sá í fréttunum að það voru einhverjir englendingar sem lentu illa í því fyrir austan! held samt ekki að þau hafi ferðast með okkur!!!
bless í bili xxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Engar fréttir
eru víst góðar fréttir
en mér finnst agalega leiðinlegt að hafa ekkert sniðugt að segja ykkur. Lífið er bara ósköp venjulegt þessa dagana eftir að hitakúturinn komst í lag! (7-9-13 (bank bank bank í tré!) að hann haldist í lagi!
En já, maður er góðu vanur. ég hugsaði oft um það þegar ég var að "sjóða" í bað hvernig þetta var í gamla daga - maður fór ekki í bað eða sturtu á hverjum degi. Og fyrir aldarmótin 1900 Þótti líklegast gott að komast í bað einu sinni á ári fyrir jól! ha ha En í dag, þá er maður flokkaður með rónunum ef maður fer ekki í sturtu tvisar á dag - og manni finnst það nú get gengið út í öfgar þessi þrifnaðarárátta! Fannst ótrúlega fyndið hvað fólki leið illa þegar ég fór á íshótelið þegar þeim var sagt að þau ættu EKKI að fara í sturtu sama dag/kvöld og þau gistu í ísherbergi þar sem að þau myndi sofa í nokkurra stiga frosti. Og stelpan sem sýndi okkur íshótelið var með rosa sítt og þykkt hár og hún sagði að á veturna myndi hún þvo hárið í mesta lagi 1x í viku! Ég vissi ekki hvert fólk ætlaði - þeim fannst þetta svo hræðilegt!
en jæja, nóg í bili um ekki neitt! ha ha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 30. október 2006
The End
jæja - bara örstutt skilaboð að láta ykkur vita að hitakúturinn ER kominn í lag! Kom gæi á laugardaginn sem kunni á kútinn og þó svo að ég þurfti að bíða eftir honum lon og don (átti að koma á laugardagsmorguninn en lét ekki sjá sig fyrr en 4 um daginn!) þá kom hann allaveganna og kunni á kútinn og gat lagað hann
annars allt í volli hérna í vinnunni - það lá allt niðri í morgun og komst ekki í gagnið fyrr en á hádegi og já...argh - akkúrat ekkert hægt að gera eða vinna í neinu! þannig að það bíð mín endalaus verkefni núna þannig að ég skrifa meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 27. október 2006
Hitakúturinn kominn í lag!!
ha ha djók dagsins! Nei nei, hann er enn bilaður...sami auminginn kom í morgun og veit ekkert hvað er að kútnum. Þetta mál er nú orðið "priority case" hjá British Gas (eftir 3 vikur!!) og ætla þeir að senda annan á morgun sem á víst að kunna á kútinn...kom í ljós annars að kúturinn er meira en 10 ára gamall og liklegast þarf bara að setja inn nýjan kút! Og það á eftir að taka tíma!
Ég verð bara að halda áfram að sjóða í bað!
En þakka vel fyrir kveðjurnar ykkar og uppástungur! Hugsa að það sé komið efni í bók já! ha ha
ég læt ykur vita hvað gerist!
knús og kossar
Sigga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. október 2006
af hitakútum, gallsteinum og skapvonsku
Hitakúturinn enn ekki kominn í lag! Kom gæi í gærmorgun með alla varahlutina (já Vigga, ætla mætti að við búum á útskeri á íslandi!) og hann var eitthvað að "dúllast" í kútnum og svo byrjaði hann að stynja!!! og já, ég tékka á gæjanum og þá var víst einhver skrúfa sem að hann gat ekki losað og hann byrjaði að segja að hann skildi ekki þennan kút og blah blah og sagði, get ekki gert við hann núna, þarf að koma aftur og með einhvern með mér og sagðist ætla koma aftur á föstudags morgun og vonaði að hann hefði meiri orku til að gera við kútinn þá! Blah! þvílíkir aumingjar
þannig að ég kom í vinnuna á hádegi í gær í brjáluðu skapi og illa sofin af því að ég fékk gallsteinakast um nóttina (Bob bjó til pizzu með beikoni og pulsum og pylsurnar hérna eru svo fituríkar að ég held að þær + osturinn hafi sumsé farið þetta illa i mig!) og kúturinn enn bilaður, með skítugt hár og argh! Sumsé ekki í góðu skapi!
so shoot me!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. október 2006
Komin Heim
ah það var gott að koma heim.... þrátt fyrir að íbúðin væri í rúst og hitakúturinn enn ekki kominn í lag! Þetta er að verða svolítið þreytandi!
Flugið heim var fínt, náði að sofa slatta en vaknaði upp með verki í hægra hné og þurfti að vekja gæjann við hliðina á mér svo að ég gæti labbað aðeins um - þessi löngu flug eru hræðileg! En já, greyið hann sofnaði aftur meðan ég var á vappi og ég þurfti aftur að vekja hann til að komast í sætið mitt - hann var ekki beint ánægður en hey, hann hefði getað sest við hliðina á einhverjum sem þarf að fara á klósettið á hverjum klukkutíma! ha ha
Og já, ég kom heim í mína köldu litlu íbúð, sem er enn minni þessa dagana því að Ben og Liz munu gista hjá okkur þessa viku og byrjun næstu viku - þau keyptu íbúð rétt hjá okkur og það er verið að rakaverja íbúðina þar (damp proofing!- have no idea what the icelandic name is for that!) - og já, þau geta ekki búið þar á meðan að er gert!
en já, sagan endilausa af hitakútnum! argh! þeir eru víst enn að bíða eftir varahlutunum! Þeir ætla að koma í fyrramálið en það er enn ekki vitað hvort að varahlutirnir eru til...ég var að leita á netinu að hitablásara sem að ég gæti keypt eftir vinnu til að hita upp íbúðina í kvöld - but no luck so far!
jæja, lestirnar voru allar ekki að virka í morgun þannig að ég kom í vinnuna klukkutíma of sein þannig að ég þarf að kveðja í bili.
K&K Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. október 2006
Isbirnir og Churchill
Hello again folks
er farin ad tala med kanadiskum hreim! Get svarid fyrir thad! ha ha
En ja, her er klukkan 11:20 og heima og i uk er folk vaentanlega ad borda kvoldmat! Eg var ad tekka mig ut ur hotelinu en hef nuna nokkra klukkutima til ad tjilla! Ef ad eg aetti pening og gaeti pakkad meiru i toskuna mina tha faeri eg a bilad shopping spree....allt er svo odyrt herna, odyrara en i UK meira ad segja! Eg fann thessa finu reebook sko sem kostudu adeins 1500 kall! ekkert sma anaegd med tha! Vantadi svo otrulega naudsynlega sko...henti theim sem ad eg kom i!
En gaerdagurinn var strembinn....vid voknundum um 5,30 - og forum a flugvollinn og eftir naestum 3 tima flug lentum vid i Churchill sem er pinulitill baer (a kanadiskan maelikvarda!) vid Hudson Floa og thar forum vid a tundra buggy (www.tundrabuggy.com) og forum ad leita ad Isbirnum sem ad vid svo fundum eftir ca 1,5 tima leit. Vid vorum i all, ca 6 tima i flugvel og 8 tima i tundra trukknum - vissi ekki ad madur gaeti fengid hardsperrur vid ad sitja svona mikid! Allt i all, mjog fint en langur dagur. Komum aftur a hoteldi klukkan 11 um kvoldid og forum beint i bolid.
ah ja, gleymdi ad segja ykkur ad a fostudagskvoldid hlustadi eg a Ragnheidi Grondal og hljomsveit og vid spjolludum sidan adeins - hun er mjog skemmtileg og ferlega fin. Byr vist i New York thessa dagana. Hun kikti sidan ut, en eg akvad ad eg yrdi ad sofa nokkra tima (sem betur fer) hittin hana sidan adeins i morgun og ja, Winnipeg er ekki the place to go clubbing! ha ha...
En jaeja...aetla ad fara ad skoda mig um og laera meira um Winnipeg og Kanada! K&K Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar