Færsluflokkur: Bloggar

Sigga á ferð og flugi!

Las einhver Siggu bækurnar hér í gamla daga? Nei líklegast ekki, en af augljóslegum ástæðum þá voru þær í uppáhaldi hjá mér. En ég efast um að ég gæti lesið þær í dag - jæja þó, aldrei að vita! Ég las slatta af bókum ....argh nú er alveg dottið úr mér hvað höfundurinn heitir...hún skrifaði "Dægurlagasöngkona dregur sig í hlé" og "Kaupakona óskast í sveit, má hafa með sér barn" (því lengri sem titillinn er, því meira drama!) en já, ég hef lesið Dægurlagasöngkonuna nokkrum sinnum seinustu árin og hef mikið gaman af! Sveitarómans dauðans! (ef að þið munið hvað höfundurinn heitir, endilega látið mig vita.....)

en já, ástæðan fyrir titlinum hér að ofan er nú sú að ég verð hreinlega á ferð og flugi næstu mánuði. Er sumsé að fara til Glasgow í brúðkaup 29 sept og svo er ég að fara í ísbjarnar(blúsar)ferð til Canada 19 Oct! That should be fun!

Mín þreytt í dag - Shane og Debbi (bæði frá nýja-sjálandi) drógu mig á tónleika í gær með hljómsveitinni Golden Horse (I know, the name reminds you of a pub!) www.goldenhorse.nz og það var bara brill. Upphitunarhljómsveitirnar voru líkar alveg ágætar þannig að þetta var fín tilbreyting frá CSI!

en jæja, fylgist með, á næstunni ætla ég að tjá mig um klósett mál....

 


hananú!

Agalega langt síðan að ég bloggaði og ástæðan er megnmegnis sú að það er búið að vera bilað að gera í vinnunni (so what else is new?)

En já, ég fór út að dansa á föstudagskvöldið. Lis, kærast Bens (bróðir Bobs) planaði stelpukvöld og pantaði borð á mjög skemmtilegum tapas bar í Soho sem er einskonar skemmtistaður líka þar sem að það var dansgólf... og það sem meira er, þau voru með þetta snilldar tilboð að þú gast pantað þrjá rétti og fengið hálfa flösku af hvítvíni fyrir tuttugu pund eða 2.600 kall sem mér þykir barsta gott.

Mín lá síðan í leti (lesist: þynnku) á laugardag meðan kallinn fór og spilaði rugby -fyrsti leikurinn sem að hann spilaði síðan í vor. Og hann kom síðan marinn og blár og á skallanum heim um kvöldið þessi elska og ég held að hann ætli að fara að mæta á æfingar aftur - en hann hafði ákveðið að taka sér smá pásu. he he he ég verð nú að segja að ég er algerlega hlynnt því að hann fari að fara aftur á æfingar...ég get þá farið að elda aftur og fengið að horfa á eastenders og lesið rusl bækur í friði! ha ha

En jæja - ætla að vera duglegri að blogga - þetta gengur ekki

cheers

 

 


löng helgi!

hæ hæ

er enn ekki búin að komast af því af hverju ég get ekki bloggað heiman frá mér....þetta er mjög óþolandi  þar sem að ég hef svo lítinn tíma í vinnunni og ég er með fullt af myndum heima sem að mig langar til að setja inn!

En já, í gær var frídagur og þetta var því löng helgi og mín svaf voða mikið. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið og sáum Severnece sem var barasta helvíti fyndin - mæli með henni! Við heimsóttum Önnu og Darren á laugardag og mín bakaði pönnukökur, svæfði Róbert litla og horfði á Darren og co skella upp einni verönd! Og síðan fórum við aftur í bíó í gær og sáum Volver sem var líka mjög góð!

En sáuð þið Tobbu systur í kastljósinu á föstudagskvöldið? enn hægt að horfa á það á www.ruv.is - helvíti gott viðtal um já... kúluvarpsafrek Þorbjargar!!!! Þær systur (Tobba og Jóna) voru víst voða öflugar í Akureyrarvökunni!

k&K S

 


Róleg helgi

já, þetta var ótrúlega róleg helgi...var bara heima að tjilla á föstudagskvöldið! Drakk nokkra bjóra og horfði á imbann og fékk síðan svona rosalega aftur í magann! Ég held að því miður þá sé ég barasta komin með bjór óþol og ég barasta verð að hætta að drekka bjór!Síðan var planið að hitta Hildi á laugardaginn en ekkert varð úr því þannig að ég lá bara heima í leti og rétt druslaðist til að laga aðeins til og síðan skemmtum við Bob okkur konunglega yfir nýjustu seríunni af x-factor! Sá reyndar í gær á mbl.is að indverska prinsessan "okkar" hafi tekið þátt og ekki komist í gegn - ég þekkti hana reyndar ekki því miður (já eða þannig, finnst reyndar ekkert leiðinlegt að vita sem minnst af henni - ég er enn að jafna mig á því þegar ég sá hana syngja niðrá Ingólfstorgi forðum daga, sveiflandi p***nni framandi í smábörnin öskrandi "Viktor"!!!)...en já, hvar var ég!... en já, Hildur sagði mér að hún hefði verið í þættinum og Paula Abdul hló bara að henni!!! En já, fór síðan upp í Hyde Park í gær og hitti Hildi og Birtu dóttur hennar í smá stund - það var gott að komast út úr húsinu og ég spókaði mig lengi í garðinum og las bók og drakk kók og reykti slatta og borðaði alveg hræðilega vont spínat lasagna og borgaði alltof mikið fyrir það!take care my folks... verð að hætta núna þar sem að ég er aðeins í 30 mín hádegismat því að ég þurfti að stússast í bankann í morgun!

Friday!

Ég hlakka óendanlega til að sofa út í fyrramálið - þetta var strembin vika! Planið er að hitta Hildi vinkonu upp í London á morgun en annars bara að slappa af og já, laga til og ryksuga o.s.frv.

Lilja farin og Sigga situr svekkt eftir!

já, þessi elska fór í gær og lenti nú í agalega veseni út á velli - sem betur fór eru þeir farnir að leyfa fólki að tékka inn handfarangur en Lilja var með allt sitt hafurtask í einni tösku og hún var svo þung að hún mátti ekki tékka töskuna inn og þurfti að fara að kaupa nýja tösku og endurpakka öllu! Greyið mitt litla  Ég veit nú eigilega ekki hvað ég á að mér að gera núna - ef að shane hefði ekki flutt aftur út þá væri ég sko alveg "lost"! En gangi þér vel með allt saman Lilja mín ef að þú lest þetta!

Annars það að frétta að Bob er búinn að skipta um vinnu og er núna kominn í out-reach djobb... ef að þið munið þá vann hann áður að vinna á skrifstofunni sjálfri sem skrifstofustjóri og fór bara stökusinnum út á götu til að hjálpa götufólki (heimilislausum, hórum og öðrum eiturlyfjaneitendum) en núna sumsé er hann búinn að fá 100% vinnu við að hjálpa götufólki...púff það er ferlega erfitt að þýða þetta alltsaman þar að ég er svo vön að tala um þetta á ensku - veit til dæmis ekki hvernig ég ætti að þýða out-reach job svo að það sé skiljanlegt á íslensku....

 

oh well - life goes on and all that.... x 


Grill Brill

Fór í þessa fínu grillveislu á Laugardag heima hjá Andreu samstarfskonu minni. Þetta var svona unofficial kveðju partí Lilju sem ætlar að stinga mig af og skilja mig aleina og grátandi eftir hérna í sveittustu borg heims.

Nei, London er ekki svo sveitt... bara stundum! En já Lilja er að fara að flytja til Spánar til að læra innanhússarkítektúr....  rosa spennandi og ég er voða ánægð fyrir hennar hönd þó svo að ég eigi eftir að sakna hennar obsó mikið!

En já, það var mikið borðað, drukkið og dansað hjá henni Andreu og var mín svona pínku súr daginn eftir og með hálsríg frá helvíti. Maður dansar orðið svo sjaldan að maður er kominn úr æfingu sko!

Veðrið er barasta þolanlegt þessa dagana - var pínku heitt og "muggy" á Sunnudag (þegar mín soooooooooldið þunn!) en annars já barasta fínt - svona mellow 22-27 stiga hiti....

K&K

Sigga


20 All Time Worst Jokes

1. Two blondes walk into a building..........you'd think at least one of them would have seen it.
2. Phone answering machine message - ."If you want to buy marijuana, press the hash key."
3. A guy walks into the psychiatrist wearing only Clingfilm for shorts. The shrink says, "Well, I can clearly see you're nuts."
4. I went to buy some camouflage trousers the other day but I couldn't find any.
5. I went to the butchers and I bet him 50 quid that he couldn't reach the meat off the top shelf. He said "No, the steaks are too high."
6. My friend drowned in a bowl of muesli. A strong currant pulled him in.
7. A man came round in hospital after a serious accident. He shouted,"'Doctor, doctor, I can't feel my legs!" The doctor replied, "I know you can't, I've cut your arms off."
8. I went to a seafood disco last week...and pulled a muscle.
9. Two Eskimos sitting in a kayak were chilly. They lit a fire in the craft, it sank. This proved once and for all that you can't have your kayak and heat it.
10. Our ice cream man was found lying on the floor of his van covered with hundreds and thousands. Police say that he topped himself.
11. Man goes to the doctor, with a strawberry growing out of his head. Doc says "I'll give you some cream to put on it."
12. "Doc I can't stop singing The Green, Green Grass of Home" "That sounds like Tom Jones syndrome." "Is it common?" It's not unusual."
13. A man takes his Rotteweiller to the vet. "My dog's cross-eyed, is there anything you can do for him?" "Well" says the vet, "let's have a look at him." So he picks the dog up and examines his eyes, then checks
his teeth. Finally, he says, "I'm going to have to put him down." "What? Because he's cross-eyed?" "No, because he's really heavy."
14. Guy goes into the doctor's. "Doc, I've got a cricket ball stuck up my bum." "How's that?" " Now don't you start."
15. Two elephants walk off a cliff...boom, boom!
16. So I was getting into my car, and this bloke says to me "Can you give me a lift?" I said "Sure, you look great, the world's your oyster, go for it.'
17. Apparently, 1 in 5 people in the world are Chinese. There are 5 people in my family, so it must be one of them. It's either my mum or my Dad, or my older Brother Colin, or my younger Brother Ho-Cha-Chu? But I
think its Colin.
18. Police arrested two kids yesterday. One was drinking battery acid and the other was eating fireworks. They charged one and let the other one off.
19. You know, somebody actually complimented me on my driving today.They left a little note on the windscreen. It said, 'Parking Fine.' So that was nice.
20. A man walked into the doctors, he said, "I've hurt my arm in several places" The doctor said, "Well don't go there anymore".

Ágústinn

Jæja...svei mér þá, barasta kominn ágúst - og mánuður síðan ég var í Þórsmörk og á íslandi!

Mest lítið að frétta héðan - hitinn kominn niður í 20 stig (hjukkett) og búin að fá útborgað þannig að ég get hætt að lifa á núðlusúpum í bili!

Annars er það jú að frétta að við Bob erum boðin í brúðkaup hjá gömulum skólafélaga Bobs í endan á september í Glasgow. Ég ætla að reyna að taka mér frí kannski í vinnunni og vera aðeins lengur en bara helgina og reyna að hitta á Jónu...

En jæja, hádegishléið mitt búið - er að skipuleggja bilað brúðkaup (reyndar tvö) og skemmtilegheit!

x Sigga


Myndir úr Þórsmörk!

Skálavörðurinn í Slyppugili í Þórsmörk sendi Dejavu Hópnum þennan link á myndirnar sem að hann tók http://www.hi.is/~jonasd/thorsmork-party.html

Annars er ég enn að vinna í að reyna að setja myndir á bloggið... er að lenda í smá böggi af því að ég get að einhverjum ástæðum ekki loggað mig inn heima!!! Get vonandi unnið úr þessu vandamáli bráðlega

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

All and Nothing

Höfundur

Sigga
Sigga
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bækur

I recommend:

  • Philip Pullman: His Dark Materials Trilogy
    Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
    *****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband