Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 20. október 2006
Komin - Loksins!
Hello folks...
Well, what a journey!
8,30: logdum af stad a flugvollinn
13:00, 8 tima flug til Toronto!
21:00, lent i Toronto
11,30: 2,5 tima flug til Winnipeg
02:00, lentum i Winnipeg og stadartiminn var sumse adeins 20:00 um kvoldid. En thad var dasamlegt thegar vid lentum - thad snjoadi pinku handa okkur og vid vorum ekkert sma gladar thvi ad hvorugt okkar (er ad ferdast med Lindu, yfirmanni minum) hafdi gert ser grein fyrir hverslu langt ferdalag thetta vaeri!. En jaeja...fyrir utan flugstodin var limmosina...og upp a djokid ad gera tha spurudm vid hvad limmo transfer a hotelid okkar kostadi...og thar sem ad thad kostadi adeins 500 kronum meira en venjulegur taxi, tha akvadum vid at taka limmo transferinn...how cool is that! Hotelid er geggjad og vid akvadum ad fa okkur night cap og thad var voda naes og thessi voda fina hljomsveit og allt i einu kynnir songkonan sig (sem ad eg hafdi ekki sed!) Ragnheidur Grondal!!! WHAT!! ha ha litla island...hun er ad spila herna alla helgina...gistir orugglega a sama hoteli http://www.innforks.com/ En jaeja...vid vorum ekkert sma threyttar enda klukkan ordin 4 um morguninn a okkar tima og vid vorum ad tigja okkur i hattinn thegar vid saum ad klosettid vaeri stiflad!!! oh my Einhver gaeji kom og djofladist i klosettinu i godan halftima en ekkert gekk! vid faum nytt herbergi ef thetta verdur ekki lagad and hotelid var fullbokad i nott thannig ad vid thurftum bara ad sofa og nota almenningsklosettid!
En jaeja...best ad undirbua daginn...aetlum ad skoda hotel og budir og gera eitthvad skemmtilegt i dag og a morgun fljugum vid til Churchill til ad skoda isbirni! vei! meira flug!
wishes from winnipeg... xxxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18. október 2006
Toronto og Winnipeg í Kanada
er næstum farin að hlakka til....
of mikið að gera í vinnunni að ég megi vera að því að hugsa eitthvað ferðalagið....
reyni að blogga frá Kanada ef að ég get
knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 16. október 2006
Meira ARG!
Sagan Endilausa....
af Hitakútnum ömurlega!
Já, jæja! Til okkar kom nýr viðgerðarmaður á laugardaginn! Mín hlakkaði alveg rosalega til að komast í sturtu og hita upp íbúðina og þrífa og þvo o.s.frv. og mín bjóst auðvitað við að sá sami kæmi og skoðaði hitakútinn seinasta sunnudag, með varahlutina góðu!
En já, nei! Það var einhver nýr gæi og það fyrsta sem að hann segir er: what´s the problem? HA!?? Hvað??? ARGH! Hann vissi sumsé ekki neitt og þóttist ekkert vita um þennan sem kom á Sunnudaginn var og BOTTOM LINE! Enn engin hiti og enn ekkert heitt vatn! Ég grét! Já, skammast mín ekkert fyrir það! Ég barasta Hágrét! Mér var allri lokið! Hringdi grátandi í Karen, sem er landlady okkar og hún síðan hringdi í British Gas og reifst og skammaðist og já.... very emotional day!
en jæja, British Gas ætla að koma á miðvikudag - en Bob getur ekki fengið frí í vinnunni og við erum undirmönnuð (að venju) í minni vinnu þannig að við getum hvorugt verið heima við þannig að kella verður að redda því - en þar sem að ég er að fara til útlanda á fimmtu dag þá er mér svo sem sama eins lengi og þetta verður komið í lag þegar ég kem til baka! ARGH.
En jæja, eftir grátur og gnístan tanna þá fór ég og keypti mér rauðvínsflösku og hitaði síðan í pottum og kötlum vatn til að fara í bað og slappaði af.... þvoði föt fyrir canadaferðina því að það tekur þvottinn marga daga að þorna þegar enginn hiti er!
en hvernig var helgin ykkar? vonandi skemmtilegri en mín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 13. október 2006
ARGH!!!
ég varð alveg brjáluð í gær...eins og ég hef minnst á áður þá er hitakúturinn okkar bilaður...sem þýðir að við höfum ekkert rennandi heitt vatn og engan hita! Jæja það kom gæi að kíkja á þetta seintasta sunnudag og sagði að hann þyrfti varahlut og spurði hvenær við gætum verið heima seinna í vikunni. ég gat ekki tekið frí en bob gat fengið frí á fimmtudeginum, í gær sumsé. Nema hvað - það barasta kom enginn í gær. Bob eyddi frídeginum sínum í að hanga heima og ég hafði planað að fara í sturtu eftir vinnu og Jóna kom í gær með vinkonu sinni og já...barasta allt í hnút. Ég varð svo reið að ég grét! Djöfulsins dónaskapur í þeim að afboða ekki og það virðist enginn vita afhverju þeir komu ekki! Þannig að þeir komast ekki fyrr en á morgun og GUVUÐ má vita hvort að þeir geti lagað kútinn! %$&#(#()$/$=
ég gat þó farið í bað - eyddi klukkutíma í að sjóða vatn í ketlinum og á eldavélinni (gott að baðherbegið er við hliðina á eldúsinu!) og eftir eina rauðvínsflösku og heitt bað komst ég loksins í gott skap....
en svo kom ég í vinnuna og er komin aftur í vont skap....
ARGH!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Bloggvinir, brókakaup og barnabössun
hmm hvað er þetta bloggvina dæmi!? þarf aðeins að skoða þetta....en annars ætlaði ég að svara Hörpu sem hélt að ég hefði keypt þrennar brækur (en ekki bækur) fyrir 200 krónur! Já, það er hægt að gera góð kaup á fötum en kannski ekki alveg svona góð! ha ha... en spáið í því að skrifa um brókakaup sín á netinu - soldið skondið! Læt ykkur vita næst þegar ég kaupi bRækur! ha ha
En já, í gær var ég að passa sætustu börn Englands (Jón Anton og Róbert William) ásamt Shane. Anna og Darren voru boðin í eitthvað geim og báðu mig um að passa (ásamt Shane) og það gékk svona þrusuvel! Mín skooo natúral!!! En vá, verð sko með strengi í handleggnum og ég hef komist að því að ég þarf að koma mér í form áður en ég tek upp á því að fjölga mannkyninu (en það er ekki alveg á dagskánni á næstunni - sit tight!). Og ég var búin að gleyma því hvernig það er að vinna einhentur (með barn í hinni!).
Hér er rigning, þrumur og eldingar - og það var hreinlega frekar hlýtt í morgun - sem er fínt því að boilerinn (hitakúturinn sko!) kemst ekki í lag fyrr en á morgun! argh - er ógeðslega pirruð samt á þessu ástandi, verð að segja.
That´s it folks - ætla út í rignignuna í smók og halda svo áfram að selja vitlausum útlendingum sjúklega dýrar ferðir til Íslands!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 9. október 2006
Helgin
Af hverju eru helgar alltaf svona fljótar að líða?
Róleg helgi og ekki mikið að segja. Boilerinn enn bilaður, kemst vonandi í lag á fimmtudag - vona bara að það komi ekki kuldakast í millitíðinni og að að hann bili ekki alveg og fari barsta ALLS EKKI í gang!
Og ég hef náð að smita Bob af kvefinu mínu - hann var agalega aumingjalegur í gær greyið en drullaðist samt í vinnuna í morgun. hva! ekki tók ég mér veikindafrí! Harkan sex!
Gerði agalega góð kaup um helgina - fór í charity búð og keypti þrennar bækur fyrir 200 krónur! Þannig að ég hef nú eitthvað að lesa næstu vikurnar (les ca 1-2 bækur á viku, fer eftir því hversu spennandi þær eru!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. október 2006
Föstudagur
og ég er komin með hausverk frá helvíti, búin að stara á skjáinn í 9,5 tíma samfleytt og orðin ansi þreytt....er ein eftir með hungurverki í ofanálag og já ógeðslega pirruð...
Glasgow helgin var æði - en ansi dýr þannig að þó að það sé ekki ein vika búin af þessum blessuðum mánuði er ég þegar orðin blönk! ha ha og afmæli Bens um helgina...ætla ekki að fara..ætla að þykjast vera veik og sitja heima og horfa á x-factor eða robin hood eða eitthvað álíka gáfulegt!
en jæja, þarf að drífa mig að taka næstu lest - verð komin heim eftir klukkutíma - vonandi!
Góða helgi öllsömul!
xx
Bloggar | Breytt 9.10.2006 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. október 2006
myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. október 2006
Skoskt Brúðkaup og stuð í Glasgow
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ í gær 1 október Andrea! Sorrý að ég hringdi ekki. Var úti allan daginn með Jónu og get ekki hringt úr gemsanum mínum í íslenskt númer og las síðan er ég kom heim til Jónu hvað planið var.
ég flýg suður í dag og heyri í þér í kvöld...
Er sumsé að blogga heiman frá Jónu. Helgin hefur verið ansi viðburðarrík.
Ferðalagið og flugið til Glasgow á föstudaginn gékk nú svona "la la". Sagan byrjar eiginlega á því að Bob týndi einu jakkafötunum sínum, gleymdi þeim í lestinni á leiðinni heim (hafði farið með þau í hreinsun sko til)! En jæja, mér fannst þau hálf ljót og við ákváðum að hann myndi leigja skotapils! En já, á flugvellinum biðum við í röð í næstum klukkutíma til að fara í gegnum security og síðan hafði Bob gleymt því að það mætti ekki fara með neinn vökva í gegn þannig að mest all snyrtidótið hans var tekið af honum. Díííí, minn maður varð ekkert smá fúll!!! En jæja, við gistum á hótelinu sem að giftingarveislan var haldin. Sherbrook Castle Hotel - herbergið okkar var nú ekkert sérstakt...en jæja það var nú heldur ekki svo dýrt. En já, við hittum Jónu og fengum okkur að borða í West End í Glasgow. Mjög góður staður sem býður upp á Skost slátur, fish and Chips til dæmis! Bob hafði víst unnið þarna þegar hann var stúdent í Glasgow!
En já, brúðkaupið átti að byrja klukkan 4 á Laugardag, þannig að á Laugardagsmorgninum fórum við niður í bæ til að finna skotapilsbúninginn handa Bob og ég fékk þá tilfinningu að fínn bolur og svarta buxur væri ekki nógu fínt þannig að ég hljóp sveitt um leitandi að einhverju fínna eins og pilsi eða kjól til að vera í! Og eftir langa leit fann ég voða fínt pils í Monsoon, og var ákveðin í að kaupa það þangað til að ég leit á verðmiðann! Snarhætti við að kaupa pilsið og ákvað að það sem að ég var búiin að ákveða að vera í, yrði barasta að duga! Og svo kom í ljós að ég var barasta mjög fín og skar mig ekkert úr þó að ég væri ekki í kjól eða pilsi þannig að ég var að stressa mig útaf engu í rauninni. En Bob fær prik fyrir að sýna óendanlegt umburðarlyndi í þessarri sveittu leit minni og meira að segja hvatti mig í að fara inn í fleiri búðir eftir að ég hafði ákveðið að hætta að leita! Beat That! ha ha
En já, athöfnin var í kapellunni á Glasgow háskóla, mjög falleg kapella og veislan á hótelinu og þetta var allt saman hátíðlegt og mjög skoskt! Flestir mennirnir í skotapilsi, brúðguminn í skotabuxum! Sekkjapípuleikarinn sló í gegn! Er búin að sjá fram á það að ég verði að flytja inn eitt stykki sekkjapípuleikara þegar við Bob giftum okkur. Gerir svo mikið fyrir stemmningunar sjáið til! ha ha ha
Maturinn var fínn en hljómsveitin mar.....díííí.... ég vona að þau hafi ekki borgað mjög mikið fyrir þessa so-called hljómsveit! Oh well!
Í gær fékk Bob far suður til London með Jason og Steph en ferðin gékk nú ekki vel hjá þeim því að umferðin gékk hægt og Bob var komin heim eftir 12 tíma ferðalag. Ég varð eftir til að eyddi deginum með Jónu í yndislegu veðri. Það var hátt í 20 stiga hiti og sól og við fórum á kaffihús og röltum um blómagarðinn og fórum í bíó og út að borða á ítölskum veitingastað og átum yfir okkur og kjöftuðum á okkur gat!
Flýg suður í dag, því miður...væri til í að vera hér aðeins lengur í rólegheitum en ég á bara einn frídag eftir til að taka á þessu ári og vil eiga hann til góða í nóvember eða desember!
jæja, bless í bili...Jones biður að heilsa! xxx
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. september 2006
Helgin!
Fór í bíó með Bob á föstudagskvöldið og við sáum Children of Men...hún var alveg ágæt, very bleak picture of the future!
Á Laugardag fór Bob að spila rugby og ég skellti mér í Sutton og hitti Debbi og Shane og náði að finna agalega sætan bol fyrir giftinguna næstu helgi - þannig að ég er held ég í ok málum!
Í gær var Bob þunnur eftir Rugby dæmið (hann skoraði "try" og var því hellt í hann að tilefni þess!). það var geggjað veður, sól og sumar þannig að ég fór í göngutúr yfir í Herne Hill og fékk mér kaffi latte og tjillaði og las bók. ég var einmitt að lesa hjá Andreu að sumarið á Íslandi væri formlega búið þannig að ég verð að segja að lengra sumar er án efa einn af plúsunum að búa í London (einn af fáum!). Við slökktum á hitanum í Maí og höfum enn ekki þurft að setja hitann á! Það er fínt fyrir reikningana!!!
róleg helgi sumsé, er að spara kraftana fyrir þá næstu sko!
jors trúlí, x
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
All and Nothing
VIP
Very Important People
Bækur
I recommend:
-
His Dark Materials Trilogy
Great books! If you haven´t read them - your life is missing a great experince!
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar